Enn mótmælt í Hong Kong Pálmi Kormákur skrifar 18. júní 2019 06:00 Mótmælt í Hong Kong. Á myndinni má sjá Joshua Wong, aðgerðasinni stúdenta á mótmælunum. Fréttablaðið/EPA Jimmy Sham, frá Civil Human Rights Front mótmælahópnum, segir um tvær milljónir manna hafi mætt á sunnudaginn, sem eru tvöfalt fleiri en mættu 9. júní síðastliðinn á fyrstu mótmælunum. Nú segja forystumenn mótmælanna að kröfum fólksins verði ekki fullnægt fyrr en lagabreytingin fyrirhugaða verði dregin til baka og afsögn Carrie Lam, æðsta stjórnanda kínverska sjálfsstjórnarhéraðsins Hong Kong, verði tilkynnt. Lam lagði til lagabreytinguna sem varð kveikja mótmælanna. Þessu greinir vefur South China Morning Post frá. Lam hefur síðan beðist afsökunar í opinberri yfirlýsingu frá ríkisstjórn Hong Kong og segist ríkisstjórnin skilja að mótmælin eigi rætur að rekja til „ástar og umhyggju fyrir Hong Kong“ og að Lam muni tileinka sér „einlægari og auðmjúkari viðhorf“ gagnvart gagnrýni frá almenningi. Merki þess að ríkisstjórn Hong Kong hafi áhuga á að koma til móts við mótmælendur má einnig sjá annars staðar en Joshua Wong, einum helsta aðgerðasinna stúdenta í Hong Kong, var sleppt úr fangelsi í gær. Wong, sem er 22 ára, varð andlit regnhlífarhreyfingannar 2014, en þá snerust mótmælin um að íbúar Hong Kong fengju að kjósa sína eigin leiðtoga. Mótmælin stóðu þá í 79 daga en mótmælendur settu upp tjaldbúðir í miðju fjármálahverfi borgarinnar og lömuðu alla starfsemi þar. Wong sagðist á blaðamannafundi eftir að hann var látinn laus vera tilbúinn að taka slaginn og kallaði eftir afsögn Lam. Þó er þetta „of lítið, of seint“ fyrir marga mótmælendur, sem verða ekki sáttir fyrr en Lam segir af sér og lagabreytingin er dregin til baka að sögn Helier Cheung hjá BBC í Hong Kong, sem birti fréttaskýringu um málið í gær. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Tengdar fréttir Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Jimmy Sham, frá Civil Human Rights Front mótmælahópnum, segir um tvær milljónir manna hafi mætt á sunnudaginn, sem eru tvöfalt fleiri en mættu 9. júní síðastliðinn á fyrstu mótmælunum. Nú segja forystumenn mótmælanna að kröfum fólksins verði ekki fullnægt fyrr en lagabreytingin fyrirhugaða verði dregin til baka og afsögn Carrie Lam, æðsta stjórnanda kínverska sjálfsstjórnarhéraðsins Hong Kong, verði tilkynnt. Lam lagði til lagabreytinguna sem varð kveikja mótmælanna. Þessu greinir vefur South China Morning Post frá. Lam hefur síðan beðist afsökunar í opinberri yfirlýsingu frá ríkisstjórn Hong Kong og segist ríkisstjórnin skilja að mótmælin eigi rætur að rekja til „ástar og umhyggju fyrir Hong Kong“ og að Lam muni tileinka sér „einlægari og auðmjúkari viðhorf“ gagnvart gagnrýni frá almenningi. Merki þess að ríkisstjórn Hong Kong hafi áhuga á að koma til móts við mótmælendur má einnig sjá annars staðar en Joshua Wong, einum helsta aðgerðasinna stúdenta í Hong Kong, var sleppt úr fangelsi í gær. Wong, sem er 22 ára, varð andlit regnhlífarhreyfingannar 2014, en þá snerust mótmælin um að íbúar Hong Kong fengju að kjósa sína eigin leiðtoga. Mótmælin stóðu þá í 79 daga en mótmælendur settu upp tjaldbúðir í miðju fjármálahverfi borgarinnar og lömuðu alla starfsemi þar. Wong sagðist á blaðamannafundi eftir að hann var látinn laus vera tilbúinn að taka slaginn og kallaði eftir afsögn Lam. Þó er þetta „of lítið, of seint“ fyrir marga mótmælendur, sem verða ekki sáttir fyrr en Lam segir af sér og lagabreytingin er dregin til baka að sögn Helier Cheung hjá BBC í Hong Kong, sem birti fréttaskýringu um málið í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Tengdar fréttir Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35
Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51
Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17