Enn mótmælt í Hong Kong Pálmi Kormákur skrifar 18. júní 2019 06:00 Mótmælt í Hong Kong. Á myndinni má sjá Joshua Wong, aðgerðasinni stúdenta á mótmælunum. Fréttablaðið/EPA Jimmy Sham, frá Civil Human Rights Front mótmælahópnum, segir um tvær milljónir manna hafi mætt á sunnudaginn, sem eru tvöfalt fleiri en mættu 9. júní síðastliðinn á fyrstu mótmælunum. Nú segja forystumenn mótmælanna að kröfum fólksins verði ekki fullnægt fyrr en lagabreytingin fyrirhugaða verði dregin til baka og afsögn Carrie Lam, æðsta stjórnanda kínverska sjálfsstjórnarhéraðsins Hong Kong, verði tilkynnt. Lam lagði til lagabreytinguna sem varð kveikja mótmælanna. Þessu greinir vefur South China Morning Post frá. Lam hefur síðan beðist afsökunar í opinberri yfirlýsingu frá ríkisstjórn Hong Kong og segist ríkisstjórnin skilja að mótmælin eigi rætur að rekja til „ástar og umhyggju fyrir Hong Kong“ og að Lam muni tileinka sér „einlægari og auðmjúkari viðhorf“ gagnvart gagnrýni frá almenningi. Merki þess að ríkisstjórn Hong Kong hafi áhuga á að koma til móts við mótmælendur má einnig sjá annars staðar en Joshua Wong, einum helsta aðgerðasinna stúdenta í Hong Kong, var sleppt úr fangelsi í gær. Wong, sem er 22 ára, varð andlit regnhlífarhreyfingannar 2014, en þá snerust mótmælin um að íbúar Hong Kong fengju að kjósa sína eigin leiðtoga. Mótmælin stóðu þá í 79 daga en mótmælendur settu upp tjaldbúðir í miðju fjármálahverfi borgarinnar og lömuðu alla starfsemi þar. Wong sagðist á blaðamannafundi eftir að hann var látinn laus vera tilbúinn að taka slaginn og kallaði eftir afsögn Lam. Þó er þetta „of lítið, of seint“ fyrir marga mótmælendur, sem verða ekki sáttir fyrr en Lam segir af sér og lagabreytingin er dregin til baka að sögn Helier Cheung hjá BBC í Hong Kong, sem birti fréttaskýringu um málið í gær. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Tengdar fréttir Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Jimmy Sham, frá Civil Human Rights Front mótmælahópnum, segir um tvær milljónir manna hafi mætt á sunnudaginn, sem eru tvöfalt fleiri en mættu 9. júní síðastliðinn á fyrstu mótmælunum. Nú segja forystumenn mótmælanna að kröfum fólksins verði ekki fullnægt fyrr en lagabreytingin fyrirhugaða verði dregin til baka og afsögn Carrie Lam, æðsta stjórnanda kínverska sjálfsstjórnarhéraðsins Hong Kong, verði tilkynnt. Lam lagði til lagabreytinguna sem varð kveikja mótmælanna. Þessu greinir vefur South China Morning Post frá. Lam hefur síðan beðist afsökunar í opinberri yfirlýsingu frá ríkisstjórn Hong Kong og segist ríkisstjórnin skilja að mótmælin eigi rætur að rekja til „ástar og umhyggju fyrir Hong Kong“ og að Lam muni tileinka sér „einlægari og auðmjúkari viðhorf“ gagnvart gagnrýni frá almenningi. Merki þess að ríkisstjórn Hong Kong hafi áhuga á að koma til móts við mótmælendur má einnig sjá annars staðar en Joshua Wong, einum helsta aðgerðasinna stúdenta í Hong Kong, var sleppt úr fangelsi í gær. Wong, sem er 22 ára, varð andlit regnhlífarhreyfingannar 2014, en þá snerust mótmælin um að íbúar Hong Kong fengju að kjósa sína eigin leiðtoga. Mótmælin stóðu þá í 79 daga en mótmælendur settu upp tjaldbúðir í miðju fjármálahverfi borgarinnar og lömuðu alla starfsemi þar. Wong sagðist á blaðamannafundi eftir að hann var látinn laus vera tilbúinn að taka slaginn og kallaði eftir afsögn Lam. Þó er þetta „of lítið, of seint“ fyrir marga mótmælendur, sem verða ekki sáttir fyrr en Lam segir af sér og lagabreytingin er dregin til baka að sögn Helier Cheung hjá BBC í Hong Kong, sem birti fréttaskýringu um málið í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Tengdar fréttir Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35 Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51 Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Hong Kong hættir við framsal til Kína í bili Ríkisstjórn Hong Kong, með Carrie Lam fremsta í fararbroddi, hefur hætt við umdeild áform sín um að leyfa framsal til meginlands Kína. BBC greinir frá 15. júní 2019 19:35
Mótmælendur ýmist skelkaðir eða særðir vegna framgöngu lögreglu Þúsundir gengu fylktu liði að löggjafarþinginu í Hong Kong í gær til að láta í ljós andstöðu sína við umdeilt lagafrumvarp sem heimilar framsal brotamanna frá sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong til meginlands Kína. 13. júní 2019 08:51
Stúdent losnar úr fangelsi og kallar eftir afsögn ráðamanna í Hong Kong Einn fremsti aðgerðarsinni stúdenta í Hong Kong, Joshua Wong, hefur kallað eftir afsögn æðsta embættismanns sjálfstjórnarhéraðsins, Carrie Lam. 17. júní 2019 15:17