Sport

Draumurinn að vera með karla- og kvennalandslið í inni bandý

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sænsku meistararnir í inni-bandý mættu hingað til lands til að kynna íþróttina fyrir Íslendingum.

Íþróttin hefur verið í töluverðri sókn hér á landi undanfarin ár. Sendiherra Svíþjóðar var mættur ásamt meisturunum til að taka þátt í tveggja daga bandý dagskrá í íþróttahúsinu í Digranesi.

Håkan Juholt,sendiherra Svíþjóðar, er mikill áhugamaður um inni-bandý og stundaði íþróttina á sínum yngri árum. Hann var ánægður með framlag bandýsambandsins að bjóða öllum sem vilja á bandýhátíðina í Kópavoginum.

„Ég vona að margir sjái þetta og taki upp íþróttina því þetta er íþrótt fyrir alla, fyrir unga sem aldna, og kostar ekki mikið,“ sagði Juholt við Júlíönu Þóru Hálfdónardóttur.

Atli Þór Hannesson, varaformaður bandýnefndar ÍSÍ og landsliðsmaður í inni-bandý segir drauminn vera að Ísland sé með karla- og kvennalandslið í íþróttinni. Karlalandsliðið hefur verið starfrækt síðustu þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×