Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. júní 2019 11:13 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, á nú í samningaviðræðum við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins um þinglok. vísir/vilhelm Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. Engin niðurstaða liggur þó fyrir enn sem komið er. „En það er ekki slitnað neitt svoleiðis, þetta tekur bara alltaf sinn tíma,“ segir Bergþór í samtali við Vísi sem kveðst hóflega bjartsýnn á að menn geti náð saman um þau atriði sem út af standa. Aðspurður hvort samkomulag gæti náðst í dag kveðst Bergþór ekki þora að segja til um það. „Menn eru auðvitað í þessu af heilindum og eru að reyna ná saman þannig ætli það sé ekki best að orða það þannig að óskastaðan sé að þetta náist saman sem fyrst. En það getur brugðið til beggja vona,“ segir Bergþór. Fyrir helgi var greint frá því að á meðal þess sem stæði í Sjálfstæðismönnum varðandi samkomulagið væri fimm manna sérfræðingahópur sem skipa á í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann á síðsumarþingi, en eins og kunnugt er hefur Miðflokkurinn barist hart gegn orkupakkanum. Spurður út í það hvort verið sé að ræða nánar um sérfræðingahópinn í samningaviðræðunum nú vill Bergþór ekki tjá sig um það. Þingfundur hefst klukkan 13:30 í dag og eru alls tuttugu mál á dagskrá fundarins. Alþingi Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum. 17. júní 2019 09:00 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. Engin niðurstaða liggur þó fyrir enn sem komið er. „En það er ekki slitnað neitt svoleiðis, þetta tekur bara alltaf sinn tíma,“ segir Bergþór í samtali við Vísi sem kveðst hóflega bjartsýnn á að menn geti náð saman um þau atriði sem út af standa. Aðspurður hvort samkomulag gæti náðst í dag kveðst Bergþór ekki þora að segja til um það. „Menn eru auðvitað í þessu af heilindum og eru að reyna ná saman þannig ætli það sé ekki best að orða það þannig að óskastaðan sé að þetta náist saman sem fyrst. En það getur brugðið til beggja vona,“ segir Bergþór. Fyrir helgi var greint frá því að á meðal þess sem stæði í Sjálfstæðismönnum varðandi samkomulagið væri fimm manna sérfræðingahópur sem skipa á í tengslum við umræðu um þriðja orkupakkann á síðsumarþingi, en eins og kunnugt er hefur Miðflokkurinn barist hart gegn orkupakkanum. Spurður út í það hvort verið sé að ræða nánar um sérfræðingahópinn í samningaviðræðunum nú vill Bergþór ekki tjá sig um það. Þingfundur hefst klukkan 13:30 í dag og eru alls tuttugu mál á dagskrá fundarins.
Alþingi Tengdar fréttir Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31 Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum. 17. júní 2019 09:00 Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Telja Miðflokkinn brjóta heiðursmannsamkomulag um traust í samskiptum Stjórnarandstaðan virðist algjörlega klofin, en öll spjót beinast að Miðflokknum og telja þingmenn í stjórn- og stjórnarandstöðu flokkinn halda þinginu í heljargreipum. 16. júní 2019 12:31
Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum. 17. júní 2019 09:00
Segir vantraust eftiráskýringu sjálfstæðismanna Formaður Miðflokksins gerir lítið úr vantrausti þingmanna Sjálfstæðisflokksins og hafnar því að hafa sett fyrirvara við samkomulag um þinglok. 14. júní 2019 19:29