Næstu stórkaup Icelandair gætu orðið í þessari þotu Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2019 22:14 Airbus A321XLR er heiti nýju þotunnar, sem áætlað er að verði komin í þjónustu flugfélaga árið 2023. Teikning/Airbus. Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota, sem Airbus kynnti í gær, er meðal þeirra sem helst koma til greina sem arftaki Boeing 757-vélanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugsýningin í París, sem hófst í gær, er langstærsta kaupstefna flugiðnaðarins í heiminum. Þar kynna flugvélaframleiðendur nýjustu tæki og tól og undirrita kaupsamninga við flugfélög fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Icelandair er meðal þeirra félaga sem eiga fulltrúa á sýningunni. Eftir neikvæðar fréttir af flugslysum og framleiðslugalla Boeing 737 MAX-vélanna skýrðu ráðamenn Boeing frá því í dag að þeir hefðu undirritað viljayfirlýsingu um sölu á 200 slíkum vélum til British Airways samsteypunnar.Sjá nánar hér: Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar.Mesta athygli í gær vakti hins vegar ákvörðun Airbus um smíði nýrrar 200 sæta flugvélar með óvenju langt flugdrægi. „Þetta er A321XLR, dömur mínar og herrar. Þetta er flugvél sem hefur 4.700 sjómílna flugdrægi í dæmigerðri útfærslu fyrir lengra flugdrægi, sem verður tveggja farrýma útfærsla,“ sagði Christian Scherer, sölustjóri Airbus, þegar hann skýrði fréttamönnum frá ákvörðun evrópska flugvélaframleiðandans. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, hefur lýst því yfir að þetta sé ein af þeim vélum sem félagið horfir helst til þegar framundan er ákvörðun um endurnýjun flugflotans. Bogi Nils fjallaði um endurskoðun flotastefnu félagsins í viðtali við Stöð 2 fyrir sex vikum. Sjá hér: Icelandair skoðar að skipta yfir í Airbus. Það er einmitt þetta langa flugdrægi vélar af millistærð sem gerir nýju Airbus-vélina hentuga fyrir leiðakerfi Icelandair, en hún á að koma á markað árið 2023. Sjá einnig: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair. Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir lok ársins um hvort þeir haldi sig við Boeing eða hvort stefnan verði tekin á Airbus-þotur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. 18. júní 2019 20:14 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir áramót um framtíðarskipan flugflotans sem gæti falið í sér stórfelld flugvélakaup. Ný langdræg farþegaþota, sem Airbus kynnti í gær, er meðal þeirra sem helst koma til greina sem arftaki Boeing 757-vélanna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Flugsýningin í París, sem hófst í gær, er langstærsta kaupstefna flugiðnaðarins í heiminum. Þar kynna flugvélaframleiðendur nýjustu tæki og tól og undirrita kaupsamninga við flugfélög fyrir gríðarlegar fjárhæðir. Icelandair er meðal þeirra félaga sem eiga fulltrúa á sýningunni. Eftir neikvæðar fréttir af flugslysum og framleiðslugalla Boeing 737 MAX-vélanna skýrðu ráðamenn Boeing frá því í dag að þeir hefðu undirritað viljayfirlýsingu um sölu á 200 slíkum vélum til British Airways samsteypunnar.Sjá nánar hér: Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar.Mesta athygli í gær vakti hins vegar ákvörðun Airbus um smíði nýrrar 200 sæta flugvélar með óvenju langt flugdrægi. „Þetta er A321XLR, dömur mínar og herrar. Þetta er flugvél sem hefur 4.700 sjómílna flugdrægi í dæmigerðri útfærslu fyrir lengra flugdrægi, sem verður tveggja farrýma útfærsla,“ sagði Christian Scherer, sölustjóri Airbus, þegar hann skýrði fréttamönnum frá ákvörðun evrópska flugvélaframleiðandans. Forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, hefur lýst því yfir að þetta sé ein af þeim vélum sem félagið horfir helst til þegar framundan er ákvörðun um endurnýjun flugflotans. Bogi Nils fjallaði um endurskoðun flotastefnu félagsins í viðtali við Stöð 2 fyrir sex vikum. Sjá hér: Icelandair skoðar að skipta yfir í Airbus. Það er einmitt þetta langa flugdrægi vélar af millistærð sem gerir nýju Airbus-vélina hentuga fyrir leiðakerfi Icelandair, en hún á að koma á markað árið 2023. Sjá einnig: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair. Ráðamenn Icelandair stefna að ákvörðun fyrir lok ársins um hvort þeir haldi sig við Boeing eða hvort stefnan verði tekin á Airbus-þotur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. 18. júní 2019 20:14 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Móðurfélag British Airways vill 200 nýjar Boeing MAX-vélar Viljayfirlýsing IAG, móðurfélag breska flugfélagsins British Arways, um kaup á 200 Boeing 737 MAX flugvélum er talinn vera mikill sigur fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann sem glímt hefur við erfiðleika vegna flugbanns 737 vélanna eftir tvö mannskæð flugslys. 18. júní 2019 20:14
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00