Vilja net veðurstöðva um alla höfuðborgina Ari Brynjólfsson skrifar 19. júní 2019 06:00 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira
Reykjavík „Við erum að tala um fimmtíu veðurstöðvar sem myndu gefa okkur mjög nákvæma mynd af veðrinu í borginni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Tillögu Sjálfstæðismanna um að setja upp stöðvarnar var vísað til áframhaldandi umfjöllunar í umhverfis- og heilbrigðisráði í borgarstjórn í gær. Verði tillagan að veruleika verður kostnaður borgarinnar níu milljónir króna. Þar af fara sjö milljónir í að kaupa stöðvarnar. Tilgangurinn er að kortleggja breytileika veðurs til að meta hvar sé best að gróðursetja tré til að minnka vind og einnig til að nýta við skipulagsvinnu. „Það er mikill vindur í Reykjavík eins og við öll þekkjum. Vindurinn er samt mismunandi milli bæjarhluta. Esjan er hluti af því, hún virkar eins og magnari, svipað og háhýsi nema bara miklu stærri. Það hefur verið lengi talað um að draga úr vindinum með því að gróðursetja tré en það hefur ekki verið gert með markvissum hætti,“ segir Eyþór. „Við höfum séð þetta gert í öðrum borgum, að setja upp mæla, ekki bara einn eða tvo, heldur marga litla mæla til að við getum séð nákvæmlega hvernig veðrið er í öllum bæjarhlutum. Þetta er lífsgæðamál til lengri tíma.“Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við HÍ, hjá veðurstöð. Veðurstöðvarnar sem rætt er um eru nokkuð minni.Veðurstofa ÍslandsÚrvinnsla gagnanna yrði í höndum Haralds Ólafssonar, prófessors í veðurfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur sjálfur unnið með slíkt kerfi í Björgvin í Noregi. „Þar var þetta sett upp í skólum og er hluti af náttúrufræðikennslu. Það var mjög sniðug lausn,“ segir Haraldur. Um er að ræða litlar ódýrar stöðvar sem yrðu tengdar saman þannig að hægt yrði að fylgjast með veðrinu í rauntíma. „Björgvin svipar til Reykjavíkur að því leyti að það er mikill breytileiki innan borgarinnar. Þar er stundum mikill hita- og úrkomumunur, hér er meiri munur á vindi. Það eru mörg hundruð sinnum meiri líkur á að lenda í ofsaveðri á Kjalarnesi en í rólegri hverfum inni í borginni.“ Það á enn eftir að útfæra hvar veðurstöðvarnar yrðu staðsettar, segir Haraldur það koma til greina að setja þær í skóla. „Það þarf að hafa svona stöðvar á ýktum stöðum, þar sem gera má ráð fyrir miklum vindi, það eru ekki alltaf skólar þar,“ segir Haraldur. „Þetta yrði net yfir borginni. Framtíðarsýnin er að hægt sé að fara á netið sjá breytileikann í Reykjavík.“ Haraldur segir litla skóga hafa mikil áhrif á vinda. „Þeir gera það, og í dágóðan spotta frá þar sem þeir eru. Hitafarið hefur líka breyst svo mikið á síðustu áratugum að það er mun auðveldara að planta skógum en áður.“ Eyþór er bjartsýnn á að hægt verði að planta trjám um leið og niðurstöður veðurathugana liggja fyrir. „Ég held að það yrði mjög fljótlega hægt að byrja að planta. Þetta er bæði skammtíma- og langtímaverkefni, það væri hægt að byrja sem fyrst en svo tekur þetta nokkra áratugi að ná þroska,“ segir Eyþór Arnalds.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Veður Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Fleiri fréttir Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Sjá meira