Ellen White kom þeim ensku yfir á fjórtándu mínútu en aftur var Ellen á ferðinni sex mínútum fyrir leikslok er hún tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki.
Enska liðið vinnur því riðilinn. Endar með fullt hús stiga og hefur einungis fengið á sig eitt mark í mótinu en Phil Neville er þjálfari liðsins.
P 3 W 3#ENG are through to the #FIFAWWC knock-out stages as group winners.
— BBC Sport (@BBCSport) June 19, 2019
Match report: https://t.co/bKGsNc3jwd#ChangeTheGamepic.twitter.com/RCDeckvDiF
Næsti leikur Englands í 16-liða úrslitunum fer fram 23. júní í Valenciennes en ekki er orðið staðfest á móti hverjum þær ensku mæta.