Fáklæddur Íslandsvinur truflaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar Andri Eysteinsson skrifar 1. júní 2019 20:25 Harry Winks og Kinsey Wolanski í Madríd í kvöld. Getty/Chloe Knott Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. Annað atvik í fyrri hálfleiknum vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan, sem talin er vera instagramstjarnan Kinsey Wolanski var klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Um 479 þúsund manns fylgja Wolanski á Instagram og á síðu hennar má sjá myndir af henni um allan heim, meðal annars frá Íslandsför hennar sem virðist hafa verið farin í júní á síðasta ári. Wolanski var að lokum stöðvuð af öryggisvörðum og henni fylgt af leikvellinum. Kærasti Wolanski, áðurnefndur Vitaly hefur áður staðið fyrir vitleysu sem þessari, 2016 var hann handtekinn fyrir að hafa komið sér inn á leikvöllinn á meðan á fjórða leik í úrslitaviðureign NBA deildarinnar milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Sama var uppi á teningunum í úrslitaviðureign MLB deildarinnar ári síðar. Það var þó ekki hans þekktasta prakkarastrik en í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014 hljóp Vitaly þessi inn á leikvöllinn og truflaði þar, rétt eins og kærastan Wolanski gerði fyrr í kvöld.Hér sést Kinsey Wolanski auk kærastans, YouTube prakkarans, Vitaly ZdorovetskiyGetty/Michael Tulliberg Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Þessa stundina stendur yfir úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu 2019 í Madríd á Spáni, þar eigast við ensku liðin Liverpool og Tottenham. Leikurinn hófst með látum en Mohamed Salah kom hinum rauðklæddu yfir stuttu eftir að flautað hafði verið til leiks. Annað atvik í fyrri hálfleiknum vakti athygli en stöðva þurfti leikinn þegar að fáklædd instagram-stjarna hljóp inn á leikvöllinn með öryggisverði á hælunum. Konan, sem talin er vera instagramstjarnan Kinsey Wolanski var klædd í efnislítinn svartan fatnað merktan vefsíðu sem rakin er til kærasta Wolanski, YouTube prakkarans, Vitaly Zdorovetskiy. Um 479 þúsund manns fylgja Wolanski á Instagram og á síðu hennar má sjá myndir af henni um allan heim, meðal annars frá Íslandsför hennar sem virðist hafa verið farin í júní á síðasta ári. Wolanski var að lokum stöðvuð af öryggisvörðum og henni fylgt af leikvellinum. Kærasti Wolanski, áðurnefndur Vitaly hefur áður staðið fyrir vitleysu sem þessari, 2016 var hann handtekinn fyrir að hafa komið sér inn á leikvöllinn á meðan á fjórða leik í úrslitaviðureign NBA deildarinnar milli Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers. Sama var uppi á teningunum í úrslitaviðureign MLB deildarinnar ári síðar. Það var þó ekki hans þekktasta prakkarastrik en í úrslitaleik HM í Brasilíu árið 2014 hljóp Vitaly þessi inn á leikvöllinn og truflaði þar, rétt eins og kærastan Wolanski gerði fyrr í kvöld.Hér sést Kinsey Wolanski auk kærastans, YouTube prakkarans, Vitaly ZdorovetskiyGetty/Michael Tulliberg
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira