Enski boltinn

„Klopp er mikilvægasta manneskjan hjá Liverpool“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Carragher á vellinum á laugardaginn.
Carragher á vellinum á laugardaginn. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur, hrósar Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, eftir sigur liðsins í Meistaradeildinni í gær.

Liverpool vann 2-0 sigur á Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en Mohamed Salah og Divock Origi skoruðu mörkin sem tryggðu Klopp fyrsta titilinn hjá Liverpool.

Carragher sagði í samtali við Vinny O'Connor, blaðamann Sky Sports, að hann horfi á Klopp sem eina mikilvægastu persónuna í Liverpool.

„Ég held að Klopp sé númer eitt hjá félaginu. Hann er stjórinn að sjálfsögðu en það sem ég meina er að hann er mikilvægasta persónan,“ sagði fyrrum Liverpool-maðurinn.

„Ef þú spyrð mig vildi ég frekar vilja missa Van Dijk en stjórann. Ég held að hann sé sérstakur stjóri. Ég veit ekki hvernig samningstaðan hans er en gefið honum nýjan samning og vonandi getur hann haldið áfram.“

„Núna hefur hann unnið fyrsta stóra titilinn og fyrsta sigurinn í Meistaradeildinni eftir svo marga úrslitaleiki án sigurs. Hann hefur alltaf verið í sjö ár hjá hverju félagi en látum reyna á að þetta verði sautján!" sagði himinlifandi Carragher.


Tengdar fréttir

Upphafið að nýrri valdatíð Liverpool?

Liverpool varð Evrópumeistari í sjötta sinn í sögu félagsins í gærkvöld þegar lærisveinar Jurgen Klopp höfðu betur gegn Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Madríd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×