Merkel heldur ótrauð áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Sylvía Hall skrifar 2. júní 2019 23:40 Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur. Vísir/Getty Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Andreu Nahles, formanns jafnaðarmanna, fyrr í dag. Ákvörðun Nahles kom mörgum í opna skjöldu en ástæða afsagnarinnar er sögð vera slæm útreið Jafnaðarmannaflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum þar sem flokkurinn missti ellefu sæti á Evrópuþinginu.Sjá einnig: Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sérMerkel sagðist virða „langsótta“ afstöðu Nahles sem hafði sætt mikilli gagnrýni í kjölfar kosninganna til Evrópuþingsins, þá sérstaklega frá eigin flokksmönnum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég segja að við munum halda áfram að starfa af fullri alvöru. Við munum jafnframt gera það með ábyrgðarfulla stefnu að leiðarljósi,“ sagði Merkel í samtali við blaðamenn í dag. Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins og tók við formannsembættinu í apríl í fyrra. Hún tók við embættinu af Martin Schulz sem sagði einnig af sér eftir slæmt gengi í kosningum undanfarin ár. Töldu margir að hún myndi gefa aftur kost á sér til formanns. Enn eru um það bil tvö ár eftir af kjörtímabilinu en næst verður gengið til kosninga í landinu árið 2021. Gangi spár Merkel um áframhaldandi samstarf ekki eftir mun líklega verða boðað til kosninga fyrr en háværar raddir af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn slíti samstarfinu og segja margir samstarfið vera að kosta flokkinn fylgi. Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur en hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2005. Þýskaland Tengdar fréttir Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands og fyrrum formaður Kristilegra demókrata, fullyrðir að samsteypustjórn hennar og Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi muni starfa áfram þrátt fyrir óvænta afsögn Andreu Nahles, formanns jafnaðarmanna, fyrr í dag. Ákvörðun Nahles kom mörgum í opna skjöldu en ástæða afsagnarinnar er sögð vera slæm útreið Jafnaðarmannaflokksins í nýafstöðnum Evrópuþingskosningum þar sem flokkurinn missti ellefu sæti á Evrópuþinginu.Sjá einnig: Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins í Þýskalandi segir af sérMerkel sagðist virða „langsótta“ afstöðu Nahles sem hafði sætt mikilli gagnrýni í kjölfar kosninganna til Evrópuþingsins, þá sérstaklega frá eigin flokksmönnum. „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar vil ég segja að við munum halda áfram að starfa af fullri alvöru. Við munum jafnframt gera það með ábyrgðarfulla stefnu að leiðarljósi,“ sagði Merkel í samtali við blaðamenn í dag. Nahles var fyrst kvenna til að vera kjörin formaður Jafnaðarmannaflokksins og tók við formannsembættinu í apríl í fyrra. Hún tók við embættinu af Martin Schulz sem sagði einnig af sér eftir slæmt gengi í kosningum undanfarin ár. Töldu margir að hún myndi gefa aftur kost á sér til formanns. Enn eru um það bil tvö ár eftir af kjörtímabilinu en næst verður gengið til kosninga í landinu árið 2021. Gangi spár Merkel um áframhaldandi samstarf ekki eftir mun líklega verða boðað til kosninga fyrr en háværar raddir af vinstri væng Jafnaðarmannaflokksins hafa kallað eftir því að flokkurinn slíti samstarfinu og segja margir samstarfið vera að kosta flokkinn fylgi. Merkel mun láta af störfum sem kanslari þegar kjörtímabilinu lýkur en hún hefur gegnt embættinu frá árinu 2005.
Þýskaland Tengdar fréttir Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Gömlu valdablokkirnar töpuðu taki á Evrópuþinginu Gömlu valdablokkirnar á Evrópuþinginu hafa tapað taki sínu á þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru í gær, en kosið var til Evrópuþingsins í tuttugu og einu af tuttugu og átta aðildarríkjum Evrópusambandsins í gær en kosið var í hinum sjö aðildarríkjunum fyrr í vikunni. 27. maí 2019 07:53