Nemendafjöldi í Pólska skólanum sexfaldast Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júní 2019 07:30 Pólverjar á Íslandi fögnuðu í nóvember hundrað ára afmæli endurheimtar fullveldis Póllands. Fréttablaðið/Stefán „Markmið skólans er að pólsk börn sem búa á Íslandi fái kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu, landafræði Póllands og menningu,“ segir í erindi frá Vinafélagi Pólska skólans þar sem óskað er eftir styrk frá Garðabæ til reksturs skólans. Í vinafélaginu eru foreldrar barna í Pólska skólanum og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla í Reykjavík. Auk höfuðborgarinnar eru nemendur frá Kópavogi. Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi og Garðabæ. Að því er fram kemur í erindinu hefur skólinn fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf sitt. Fjármögnunin sé byggð á gjöldum sem foreldrar og forráðamenn greiði. „Að öðru leyti hefur skólinn leitað til pólska sendiráðsins og velunnara, þar með talið pólskra stofnana, um stuðning,“ segir áfram. Á þessu skólaári séu margir að ljúka menntun sinni í Pólska skólanum. Ætlunin sé að veita nemendum verðlaun og safna fé til að kaupa bækur og annað kennsluefni. „Því erum við að snúa okkur til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með vinsamlegri beiðni um að styrkja verkefnið í formi fjármagns eða hlutum sem gætu verið góðar útskriftargjafir fyrir nemendur okkar,“ segir vinafélagið og býður í staðinn viðurkenningu á framlaginu og kynningu á vefsíðu skólans. „Við trúum því að stuðningur þinn muni hjálpa okkur að að ná fram skilgreindum markmiðum og framkvæma fyrirhuguð verkefni og muni vera framlag til þróunar og menntunar næstu kynslóðar Pólverja á Íslandi,“ segir Vinafélag Pólska skólans. Bæjarráð Garðabæjar vísaði styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Markmið skólans er að pólsk börn sem búa á Íslandi fái kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu, landafræði Póllands og menningu,“ segir í erindi frá Vinafélagi Pólska skólans þar sem óskað er eftir styrk frá Garðabæ til reksturs skólans. Í vinafélaginu eru foreldrar barna í Pólska skólanum og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla í Reykjavík. Auk höfuðborgarinnar eru nemendur frá Kópavogi. Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi og Garðabæ. Að því er fram kemur í erindinu hefur skólinn fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf sitt. Fjármögnunin sé byggð á gjöldum sem foreldrar og forráðamenn greiði. „Að öðru leyti hefur skólinn leitað til pólska sendiráðsins og velunnara, þar með talið pólskra stofnana, um stuðning,“ segir áfram. Á þessu skólaári séu margir að ljúka menntun sinni í Pólska skólanum. Ætlunin sé að veita nemendum verðlaun og safna fé til að kaupa bækur og annað kennsluefni. „Því erum við að snúa okkur til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með vinsamlegri beiðni um að styrkja verkefnið í formi fjármagns eða hlutum sem gætu verið góðar útskriftargjafir fyrir nemendur okkar,“ segir vinafélagið og býður í staðinn viðurkenningu á framlaginu og kynningu á vefsíðu skólans. „Við trúum því að stuðningur þinn muni hjálpa okkur að að ná fram skilgreindum markmiðum og framkvæma fyrirhuguð verkefni og muni vera framlag til þróunar og menntunar næstu kynslóðar Pólverja á Íslandi,“ segir Vinafélag Pólska skólans. Bæjarráð Garðabæjar vísaði styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira