Atkvæðagreiðsla um lengri þingfund tók þrjú korter Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 12:08 Ekki voru allir á eitt sáttir á þingi í morgun við tillögu forseta um að lengdan þingfund og vildu fá skýrari svör um það hvort til stæði að funda inn í nóttina. vísir/vilhelm Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27. Alþingi Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Sjá meira
Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27.
Alþingi Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Sjá meira