Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2019 19:15 Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna Vísir/ÞÞ Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi. Hjólreiðar Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi.
Hjólreiðar Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira