Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2019 19:15 Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna Vísir/ÞÞ Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi. Hjólreiðar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi.
Hjólreiðar Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira