Óttast að hjálmaskylda muni draga úr hjólreiðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. júní 2019 19:15 Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna Vísir/ÞÞ Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi. Hjólreiðar Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Frumvarp til nýrra umferðarlaga gerir notkun hjálms að skyldu hjá hjólandi vegfarendum yngri en átján ára. Hjálmaskyldan mun draga úr hjólreiðum að mati Landsamtaka hjólreiðamanna. Borgarfulltrúi Viðreisnar tekur undir það sjónarmið. Fyrir Alþingi er nú frumvarp til nýrra umferðarlaga og lauk annarri umræðu um það í dag. Í frumvarpinu er ákvæði um skyldu hjólandi vegfarenda til að bera hjálm og var í upphafi miðað við börn 15 ára og yngri. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis var gerð sú breytingartillaga á frumvarpinu að skyldan næði til allra einstaklinga undir lögaldri, þ.e. til 18 ára aldurs og afgreiddi nefndin frumvarpið þannig til annarrar umræðu. Landssamtök hjólreiðamanna skiluðu í dag umsögn um frumvarpið. Þar er þessari breytingartillögu mótmælt nokkuð kröftuglega en í umsögninni segir: „Þrátt fyrir að hjálmar veiti vörn er það eitt og sér ekki næg ástæða til að gera notkun þeirra að skyldu.“ Í umsögninni segir jafnframt að ofuráhersla á hjálmaskyldu verði til þess að færri hjóla og það dragi úr hjólreiðum eða aukningu í hjólreiðum. „Við óttumst það helst að þetta geti dregið úr hjólreiðum. Sérstaklega í þessum aldurshópi sem verður fyrir þessu, 15-17 ára krakkar. Þetta er hópur sem er kominn að mestu leyti í framhaldsskóla. Hjólreiðar í framhaldsskólum áttu mikið undir högg að sækja. Það var lítið hjólað í framhaldsskólum en til allrar hamingju hefur orðið bót á því og það er hjólað miklu meira þar en áður var. Við óttumst að þetta hafi neikvæð áhrif á þá þróun,“ segir Árni Davíðsson formaður Landssamtaka hjólreiðamanna.Pawel Bartoszek borgarfulltrúi Viðreisnar.Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, skilaði einnig umsögn um frumvarpið þar sem hann leggst gegn breytingartillögunni. „Það er mjög vel þekkt að ein besta leiðin til að tryggja öryggi hjólreiðarfólks er að fjölga þeim sem hjóla. Á þann hátt höfum við áhyggjur, ég sem borgarfulltrúi og aðrir hjá Reykjavíkurborg einnig, af því að þessi viðleitni muni draga úr hjólanotkun. Sem við viljum ekki,“ segir Pawel. Hann segir að fækkun hjólandi vegfarenda vinni gegn stefnu borgarinnar um breyttar ferðavenjur. Fjallað verður um frumvarpið á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segist ekki útiloka að ákvæði um hjálmaskyldu verði breytt áður en frumvarpið verður afgreitt til þriðju umræðu á Alþingi.
Hjólreiðar Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira