Dúxinn sem dreymir um sauðfjárrækt Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Elíza Lífdís Óskarsdóttir, nýútskrifaður búfræðingur. mynd/Elíza Lífdís „Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
„Ég hafði nú ekkert svo mikið fyrir þessu, sem betur fer er ég bara þokkalega vel gefin,“ segir Elíza Lífdís Óskarsdóttir búfræðingur. Hún útskrifaðist með búfræðipróf frá Landbúnaðarháskóla Íslands síðastliðinn laugardag og hlaut verðlaun fyrir góða frammistöðu. Elíza hlaut verðlaun fyrir árangur sinn í sauðfjárrækt, nautgriparækt, hagfræðigreinum og á búfræðiprófi. „Ég er alin upp í sveit en ekki svona á þessum týpíska sveitabæ sem er með dýr sem ég get tekið við,“ segir Elíza, en hana hefur alla tíð dreymt um verða bóndi. „Ég fór í þetta nám af því að ég hef engan til þess að taka við af, þannig að mér fannst sniðugt að fara í skólann og reyna að ná mér í einhver sambönd.“ Elízu hefur alltaf gengið vel í skóla og fékk hún einkunn yfir níu í þeim fjórum greinum sem hún hlaut verðlaun fyrir. „Ég hef alltaf þurft að hafa frekar lítið fyrir því að læra. Þetta var þó bæði skemmtilegt og pínu strembið af því að ég var að vinna með, hafði þess vegna ekki mjög mikinn tíma fyrir skólann,“ segir hún. Elíza var í fullu námi og á sama tíma vann hún hálft starf á bensínstöð. „Ég er ekki svona níu til fimm manneskja og finnst voðalega gott að dagarnir séu mismunandi. Ég þrífst á því að hafa nóg að gera,“ segir Elíza og segir hún það henta vel í draumastarfið. „Það væri draumurinn að vera sauðfjárbóndi en það er spurning hvort það borgi sig, maður verður þá að vinna eitthvað annað með því. Það gefur miklu meira af sér að vera með kýr en mér finnst kindurnar bara miklu skemmtilegri,“ segir hún og bætir við að leiðinlegasti hluti starfsins sé slátrunin en það sé þó partur af því að vera bóndi. Verklegi hluti námsins var það sem Elízu fannst skemmtilegast við námið, en hún var í verknámi í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum og lætur vel af því. „Allt þetta verklega fannst mér skemmtilegast. Ég fór í verknám í tvo mánuði og það var geggjað.“ Hún segir óvíst hvað hún tekur sér fyrir hendur eftir útskrift en hún leitar nú að vinnu og jafnvel búi til að taka við. „Nú er ég bara opin fyrir öllu. Þyrfti held ég bara að finna mér bónda og bú.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira