Langt þar til þingmenn komast í frí Sveinn Arnarsson skrifar 4. júní 2019 06:15 Stjórnarandstaðan veigrar sér við að beita málþófi vegna aðferða Miðflokksmanna í umræðum um þriðja orkupakkann. Pakkinn er 7. mál á dagskrá í dag. Vísir/Vilhelm Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira
Talið er líklegt að Alþingi verði að störfum langt inn í júnímánuð vegna þeirrar pattstöðu sem hefur myndast í þinginu síðustu daga. Engin sátt virðist vera í sjónmáli milli stjórnar og stjórnarandstöðu og á sama tíma velta stjórnarflokkarnir fyrir sér hvernig þeir eigi að taka á málgleði Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann. Stór mál bíða afgreiðslu þingsins áður en farið er í sumarfrí. Fjármálastefna ríkisstjórnarinnar var tekin til umræðu í gær og enn er beðið eftir því að seinni umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 – 2024 hefjist í sölum Alþingis en áætlunin hefur verið rædd á samtals 33 nefndarfundum þingsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þetta mál sem stjórnarandstaðan hefði alla jafna viljað taka góðan tíma í að ræða og þæfa málið í þingsal. Hins vegar veigra stjórnarandstöðuflokkarnir sér nú við að fara þá leið eftir viðstöðulausa umræðu þeirra um þriðja orkupakkann. Að sama skapi er þingmönnum stjórnarandstöðunnar illa við að þurfa að semja um þinglok með Miðflokksmönnum og telja málþóf þeirra ekki á nokkurn hátt styrkja samningsstöðu minnihlutans á þinginu. Stjórnarandstaðan bauð þinginu í gær að að taka mál um breytingar á skerðingum til öryrkja fram fyrir umræður og flýta því. Hins vegar höfnuðu stjórnarliðar þeirri málaleitan sem torveldar því að málið klárist á þessu þingi. Eðlileg umræða um fjármálaáætlun og fjármálastefnu munu líkast til taka dágóðan tíma og heyrst hefur af mikilli óánægju með þjóðarsjóðsfrumvarp Bjarna Benediktssonar. Hins vegar mun þriðji orkupakkinn verða VG og Framsóknarflokknum erfiður. Margir í grasrót Framsóknarflokksins vilja ekki að þriðji orkupakkinn verði samþykktur. Einnig hefur því verið fleygt fram að forystumenn í Framsóknarflokknum vilji ekki að sviðsljósið verði á þriðja orkupakkanum þessa vikuna því um næstu helgi kemur miðstjórn flokksins saman í Bændahöllinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Sjá meira