Innlent

Litlar sem engar breytingar á fylgi flokkanna

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Fylgi flokkanna á þingi hreyfist lítið.
Fylgi flokkanna á þingi hreyfist lítið. Fréttablaðið/Ernir
Fylgi flokkanna breytist lítið milli mánaða samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Voru breytingarnar á bilinu 0,1 til 1,1 prósentustig og teljast ekki tölfræðilega marktækar.

Sjálfstæðisflokkur mælist sem fyrr stærstur með 23,4 prósenta fylgi, næst kemur Samfylking með 16,6 prósent og því næst Vinstri græn með 12,4 prósent.

Þá styðja 11,2 prósent Pírata, 10,9 prósent Viðreisn, 10 prósent Miðflokkinn og 8,5 prósent Framsóknarflokkinn. Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 3,7 prósenta fylgi og Flokkur fólksins með 3,2 prósent.

Þá segjast 49,6 prósent styðja ríkisstjórnina. Könnun Gallup var gerð 3. til 30. maí. Heildarúrtakið var rúmlega sex þúsund manns og var þátttakan 53,5 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×