Íslensk tunga í hávegum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. júní 2019 07:15 Graduale Future á Austurvelli á 17. júní fyrir tveimur árum, nú mun kórinn syngja í Winnepeg. „Við munum hafa íslenska tungu í hávegum í þessari ferð sem ég veit að verður einstök upplifun,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, stjórnandi ungmennakórsins Graduale Futuri, um vesturför kórsins sem lagt verður í þann 13. júní. Graduale Futuri er einn af Langholtskirkjukórunum. Rósa er búin að vera með hann í tólf ár og segir hann búinn að vera eitt ár að undirbúa þessa ferð. „Við fljúgum til Minneapolis og ætlum að feta í fótspor Stikkilsberja-Finns við upptök Mississippifljótsins og heimsækja íslensku nýlenduna í Norður-Dakóta þar sem skáldin Stephan G. Stephansson og Káinn (Kristján Níels Jónsson) bjuggu. Stephan G. nefndi sína sveit eftir Garðari Svavarssyni og héraðið ber enn nafnið Gardar,“ lýsir Rósa. „Svo heimsækjum við Nýja Ísland, þar sem fyrstu landnemarnir stigu á land í október árið 1875. Aðalerindið er samt að syngja á þjóðhátíðardaginn í Winnipeg, við styttu Jóns Sigurðssonar sem er eftirgerð styttunnar á Austurvelli. Þar verður deginum fagnað og með okkur syngur vesturíslenskur Sólskríkjukór. Svo storma allir samkomugestir í listasal fylkisins á tónleika hjá okkur. Þeir eru vel auglýstir vestra og mikið við haft. Þarna er fólk sem vill viðhalda sinni íslensku menningu og tungu og keyrir mörg hundruð kílómetra til að upplifa slíka stemningu, ekki síst þegar gestir koma frá Íslandi.“ Rósa hefur stjórnað kórnum í tólf ár. Rósa kveðst sjálf hafa farið með danshópi á slóðir Vestur-Íslendinga 2006 og þá komist á bragðið. „Andrúmsloftið er svo einstakt og mig langaði að kynna þennan heim fyrir börnum, enda er hann hluti af okkar menningarsögu. Það hentaði vel að fara núna, svona í skólalok þegar allir eru í söngformi.“ Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 10-15 ára að sögn Rósu. „Svo fer einn bróðir með sem er sextán ára og er í söngnámi, hann syngur eitthvað með okkur.“ Þetta er níu daga ferð. Við förum að Gimli, heimsækjum grunnskólann þar, svo syngjum við á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum og eflaust úti um hvippinn og hvappinn!“ Til að hita upp fyrir ferðina ætlar Graduale Futuri að halda fjölbreytta tónleika í Langholtskirkju í kvöld sem hefjast klukkan 20. Auk væntanlegra ferðalanga verður Magnús Ragnarsson organisti á sínum stað. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og upphæðin rennur beint í ferðasjóð kórfélaga. Frítt inn fyrir börn yngri en 16 ára. Birtist í Fréttablaðinu Kanada Tónlist Kórar Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við munum hafa íslenska tungu í hávegum í þessari ferð sem ég veit að verður einstök upplifun,“ segir Rósa Jóhannesdóttir, stjórnandi ungmennakórsins Graduale Futuri, um vesturför kórsins sem lagt verður í þann 13. júní. Graduale Futuri er einn af Langholtskirkjukórunum. Rósa er búin að vera með hann í tólf ár og segir hann búinn að vera eitt ár að undirbúa þessa ferð. „Við fljúgum til Minneapolis og ætlum að feta í fótspor Stikkilsberja-Finns við upptök Mississippifljótsins og heimsækja íslensku nýlenduna í Norður-Dakóta þar sem skáldin Stephan G. Stephansson og Káinn (Kristján Níels Jónsson) bjuggu. Stephan G. nefndi sína sveit eftir Garðari Svavarssyni og héraðið ber enn nafnið Gardar,“ lýsir Rósa. „Svo heimsækjum við Nýja Ísland, þar sem fyrstu landnemarnir stigu á land í október árið 1875. Aðalerindið er samt að syngja á þjóðhátíðardaginn í Winnipeg, við styttu Jóns Sigurðssonar sem er eftirgerð styttunnar á Austurvelli. Þar verður deginum fagnað og með okkur syngur vesturíslenskur Sólskríkjukór. Svo storma allir samkomugestir í listasal fylkisins á tónleika hjá okkur. Þeir eru vel auglýstir vestra og mikið við haft. Þarna er fólk sem vill viðhalda sinni íslensku menningu og tungu og keyrir mörg hundruð kílómetra til að upplifa slíka stemningu, ekki síst þegar gestir koma frá Íslandi.“ Rósa hefur stjórnað kórnum í tólf ár. Rósa kveðst sjálf hafa farið með danshópi á slóðir Vestur-Íslendinga 2006 og þá komist á bragðið. „Andrúmsloftið er svo einstakt og mig langaði að kynna þennan heim fyrir börnum, enda er hann hluti af okkar menningarsögu. Það hentaði vel að fara núna, svona í skólalok þegar allir eru í söngformi.“ Í kórnum eru stúlkur á aldrinum 10-15 ára að sögn Rósu. „Svo fer einn bróðir með sem er sextán ára og er í söngnámi, hann syngur eitthvað með okkur.“ Þetta er níu daga ferð. Við förum að Gimli, heimsækjum grunnskólann þar, svo syngjum við á nokkrum fyrirfram ákveðnum stöðum og eflaust úti um hvippinn og hvappinn!“ Til að hita upp fyrir ferðina ætlar Graduale Futuri að halda fjölbreytta tónleika í Langholtskirkju í kvöld sem hefjast klukkan 20. Auk væntanlegra ferðalanga verður Magnús Ragnarsson organisti á sínum stað. Miðaverð á tónleikana er 1.000 krónur og upphæðin rennur beint í ferðasjóð kórfélaga. Frítt inn fyrir börn yngri en 16 ára.
Birtist í Fréttablaðinu Kanada Tónlist Kórar Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Menning Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Fleiri fréttir Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira