Héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. júní 2019 08:30 Ystad er bær á Skáni í suðurhluta Svíþjóðar. Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug. Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Fréttir af sænskum foreldrum sem héldu fimm börnum sínum í einangrun frá umheiminum um árabil hafa vakið mikinn óhug í Svíþjóð. Fjallað var um málið í dagblöðunum Sydsvenskan og Helsingborgs Dagblad á sunnudag og hafa aðrir sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og The Local tekið málið til umfjöllunar síðan þá. Það var í ágúst í fyrra sem félagsmálayfirvöld knúðu dyra á heimili fjölskyldunnar í bænum Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar innan dyra voru börnin fimm, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var 18 ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum.Kunna hvorki að reima né nota klósett Samkvæmt frétt The Local höfðu börnin enga grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá kunnu þau ekki að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá skortir þau jafnvægi og fætur þeirra eru veikburða sem bendir til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í uppvexti sínum. Dennis Hjelmström, sem tók við sem skólastjóri í Ystad árið 2017, komst á snoðir um að ekki væri allt með felldu hjá fjölskyldunni. Hann segir foreldrana hafa haldið því fram að þau væru á ferðalagi með börn sín og að þau stunduðu nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld tóku þessa skýringu foreldrana góða og gilda allt þar til á síðasta ári þegar Hjelmström ákvað að kanna hvort börnin væru í raun í námi í skólanum.Höfðu aldrei stundað nám í skólanum „Skýringar foreldrana voru langar og í miklum smáatriðum. Þetta virkaði aðeins of mikið. Ég sendi skólastjóranum í Bandaríkjunum tölvupóst og það leið á löngu þar til ég hafði komist að því að börnin höfðu aldrei gengið í þann skóla,“ segir Hjelmström. Sama kvöld og hann komst að því ákvað hann að koma við heima hjá fjölskyldunni. Þrátt fyrir að utan frá séð virtist enginn búa í húsinu tók Hjelmström eftir nýjum ruslapokum á lóðinni. Þá sagði nágranni honum að hann hefði heyrt barnsraddir en aldrei séð nein börn. Bæjaryfirvöld í Ystad eru gagnrýnd fyrir að hafa brugðist börnunum og spyrja margir sig hvers vegna engar viðvörunarbjöllur hafi hringt hjá yfirvöldum. Hjelmström segir að verkferlar hjá bænum verði bættir svo koma megi í veg fyrir að svona nokkuð geti gerst á ný. Móðir barnanna hefur sagt við fjölmiðla í Svíþjóð að bæjaryfirvöld séu að ýkja og búa til hluti í tengslum við málið. Hún heldur því enn fram að fjölskyldan hafi verið mikið á ferðalagi um Evrópu og segir börn sín hafa sótt nám yfir netið í bandaríska skólanum. Móðirin hefur verið á örorkubótum frá árinu 2015 en faðirinn hefur verið á slíkum bótum í um áratug.
Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira