Fótbolti

Jóhann Berg sendur til Dublin og Rúnar Alex skoðaður í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson á HM í Rússlandi í fyrra.
Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson á HM í Rússlandi í fyrra. Getty/Clive Brunskill
Tveir leikmenn í íslenska landsliðshópnum glíma við meiðsli og það er óvissa um þátttöku þeirra í leikjunum á móti Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM. Þetta eru þeir Jóhann Berg Guðmundsson og markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson.

Þetta kom í ljós þegar blaðamenn fengu að hitta landsliðið á æfingu þess á Laugardalsvellinum í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson meiddist á æfingu í gær en hann hefur verið í vandræðum með kálfann á sér. Jóhann Berg var sendur til Dublin á Írlandi þar sem hann verður skoðaður betur af sérfræðingi sem hefur meðhöndlað Jóhann áður hjá Burnley.

Jóhann Berg kemur aftur til landsins á miðvikudaginn og þá vita menn meira um hvort hann geti spilað þessa leiki en fyrri leikur íslenska landsliðsins er á móti Albaníu á laugardaginn.

Rúnar Alex Rúnarsson meiddist í upphitun fyrir leik Dijon í Frakklandi um helgina og gat ekki spilað leikinn.

Rúnar fer í skoðun seinna í dag og þá kemur betur í ljós hversu alvarleg meiðslin er. Landsliðsþjálfararnir munu ekki ákveða fyrr en þá hvort þeir kalla á nýjan markmann inn í hópinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×