Fótbolti

Hannes: Ekki venjan að gefa út hver sé númer eitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes í Laugardalnum í morgun.
Hannes í Laugardalnum í morgun.
Erik Hamrén landsliðsþjálfari gaf það út fyrir síðustu verkefni landsliðsins að Hannes Þór Halldórsson væri markvörður númer eitt hjá landsliðinu en vildi ekki gera það fyrir komandi verkefni.

Það þýðir auðvitað ekki að hann sé búinn að ákveða að skipta Hannesi út heldur að hann sé að íhuga það enda hafa hinir markverðir liðsins verðið að spila vel.

„Það hefur ekki verið venjan hingað til að gefa það út hver sé númer eitt og það truflar mig ekki neitt að það hafi ekki verið gefið út fyrir þetta verkefni. Ég undirbý mig bara að spila á laugardaginn. Það er ekkert flóknara en það,“ segir Hannes Þór ákveðinn.

Fram undan eru landsleikir gegn Albaníu og Tyrklandi hér heima og Hannes er spenntur.

„Þetta leggst vel í mig. Við höfum oft mætt áður í verkefni sem skipta miklu máli og erum vanir því að tækla svona mikilvæga leiki. Okkur líður vel á heimavelli og það er bara tilhlökkun.“



Klippa: Hannes lætur markvarðatalið ekkert trufla sig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×