Fjölmennustu mótmæli í Prag eftir fall kommúnismans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:05 Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, er sakaður um fjárdrátt og afsagnar hans krafist. getty/Thierry Monasse Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira