Fjölmennustu mótmæli í Prag eftir fall kommúnismans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2019 19:05 Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, er sakaður um fjárdrátt og afsagnar hans krafist. getty/Thierry Monasse Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna. Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Tugir þúsunda mótmælenda eru saman komnir í Prag, höfuðborg Tékklands, til að krefjast afsagnar Andrej Babis, forsætisráðherra landsins, sem hefur verið sakaður um draga sér fé úr styrkjum frá Evrópusambandinu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Skipuleggjendur mótmælanna segja að hátt í 120 þúsund manns hafi verið við mótmælin í dag sem gerir þau fjölmennustu mótmæli landsins síðan kommúnismi var afnuminn í Flauelsbyltingunni (e. Velvet Revolution) árið 1989. Babis hefur neitað sök og hefur talað mikið gegn drögum að skýrslu Evrópusambandsins, þar sem krafist er að milljónir evra verði endurgoldnar vegna málsins.Forsætisráðherra eða glæparáðherra? „Million moments for democracy“ hópurinn hefur skipulagt mótmæli í hverri viku síðan í lok apríl og mættu 50 þúsund manns á mótmælin fyrir tveimur vikum síðan á Wenceslas torginu í Prag.Organisers of today's @milionchvilek demo against @AndrejBabis said it would be the biggest since 89. They seem to have succeeded. Wenceslas Square completely full down to Mustek, which I can't remember seeing in 26 yrs living here. pic.twitter.com/MVH5divWHF— Rob Cameron (@BBCRobC) June 4, 2019 Skipuleggjendur segja að fjöldi einstaklinga hafi tvöfaldast á mótmælunum í dag, sem gerir mótmælin þau fjölmennustu í 30 ár. Mótmælendur héldu uppi myndum af Babis með áletruninni „segðu af þér“ og voru mótmælendur ávarpaðir af sviði þar sem búið var að koma upp baktjaldi sem á stóð „forsætisráðherra eða glæparáðherra?“ (e. Prime minister or crime minister?)Eignamikill kommúnisti Andrej Babis er næst ríkasti einstaklingurinn í Tékklandi og fyrrverandi kommúnisti. Hann var kjörinn forsætisráðherra árið 2017 þegar hann var í framboði fyrir popúlistaflokkinn ANO (Já) þegar kosningabarátta þeirra snerist um upprætingu spillingar og efasemdir við Evrópusambandinu. Flokkurinn myndaði minnihlutastjórn með vinstriflokki Sósíal demókrata. Þrátt fyrir tilraunir til að sveipa hulunni af Babis, vann flokkur hans, ANO, Evrópuþingskosningarnar í síðasta mánuði, með 21,2% atkvæða. Í apríl lagði lögregla landsins til að Babis yrði ákærður fyrir fjárdrátt úr styrkjum Evrópusambandsins, en hann hefur neitað þeim ásökunum. Dómsmálaráðherra landsins sagði af sér og tók Marie Benesova við en hún hefur einnig verið skotmark mótmælenda. Drögum að skýrslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins var lekið á föstudaginn var sem dró þá ályktun að Babis ætti að endurborga milljónir evra til Evrópusambandsins. Babis millifærði eignir Agrofert samsteypu sinnar á tvo bankareikninga tveimur mánuðum áður en hann komst til valda árið 2017. Samsteypan hefur hagsmuni í matarframleiðslu, efnaframleiðslu og fjölmiðlum. Í skýrslu framkvæmdarstjórnarinnar kemur fram að Babis fái enn arð frá samsteypunni vegna þess að hann er eini reikningseigandi bankareikninganna tveggja en einnig kom fram að hann ætti að borga Evrópusambandinu féð sem hann dró að sér til baka. Áætlað er að fjárhæðin sem Babis þarf að borga til baka nemi 2,5 milljörðum íslenskra króna.
Evrópusambandið Tékkland Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“