Umferð um Vaðlaheiðargöng örlítið undir væntingum í upphafi Sveinn Arnarsson skrifar 5. júní 2019 08:30 Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Samkvæmt umferðarteljara Vegagerðarinnar við Vaðlaheiðargöng eru líkur á að umferð um göngin verði um 1.750 bílar á dag á ársgrundvelli. Um 350 bílar fara á dag um Víkurskarðið á sama tíma ef spá Vegagerðarinnar mun ganga eftir. Formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga segir þetta örlítið minni umferð en vonast var eftir í upphafi. Ef spá Vegagerðarinnar gengur eftir munu því um 2.100 bílar aka milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslna á degi hverjum að jafnaði í ár. Það er meiri umferð en miðspá Vegagerðarinnar gerði ráð fyrir þegar hún var sett saman árið 2016. Hilmar Gunnlaugsson er formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga ehf. „Þessar tölur eru örlítið lægri en við gerðum ráð fyrir. Þetta þarf hins vegar ekki að setja mikið strik í reikninginn hjá okkur hvað varðar endurgreiðslur af láninu. Það fer auðvitað eftir því hversu hátt meðalverðið verður í gegnum göngin,“ segir Hilmar. Til að byrja með var meðalverðið í göngunum lágt þar sem að miklu leyti var um heimamenn að ræða sem höfðu keypt margar ferðir á miklum afslætti. Meðalverðið hefur hins vegar hækkað mikið á skömmum tíma. „Nú er svo komið að verðið er á milli 1.300 og 1.400 krónur og við vonumst eftir að verðið nái upp í um 1.500 krónur á hverja ferð í gegnum göngin. Það er of snemmt að segja til um í dag hvernig þetta verður en þróunin er upp á við hvað þetta varðar,“ segir Hilmar. Þá segir formaður stjórnarinnar að jafnframt hafi verið gerðar breytingar á gjaldskrá Vaðlaheiðarganga. „Sem gerir það viðráðanlegra fyrir bíla rétt yfir 3,5 tonn að fara göngin. Okkar von er því að þetta muni lagast enn frekar,“ segir Hilmar Gunnlaugsson.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira