Sjöunda niðurstaða MDE um brot á réttlátri málsmeðferð Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 5. júní 2019 08:00 Al Thani-mál æðstu stjórnenda Kaupþings var meðal fyrirferðarmestu sakamála hrunsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Dómurinn sem féll um Al Thani-málið í Strassborg í gær er fimmti dómur MDE um brot íslenska ríkisins gegn ákvæði Mannréttindasáttmálans um réttláta málsmeðferð fyrir óvilhöllum dómstól. Að auki hefur tveimur málum sem vísað hefur verið til MDE frá Íslandi vegna slíkra brota lokið með dómsátt. Alls er því um sjö tilvik að ræða þar sem íslenskir borgarar hafa náð rétti sínum gagnvart íslenskum stjórnvöldum vegna brota gegn 6. gr. sáttmálans. Enn einu máli sem varðar 6. gr. hefur verið vísað til efri deildar dómsins. Það var niðurstaða dómsins sem féll í gær að Árni Kolbeinsson, einn dómara Hæstaréttar sem sakfelldu kærendurna þrjá í Al Thani-málinu, hefði verið vanhæfur í málinu en sonur hans starfaði hjá Kaupþingi frá árinu 2007 og síðar hjá skilanefnd bankans. MDE hefur kveðið upp einn sambærilegan dóm gegn Íslandi en niðurstaða dómsins í máli Péturs Þórs Sigurðssonar var sú að Guðrún Erlendsdóttir hefði verið vanhæf til að dæma í skaðabótamáli Péturs Þórs gegn Landsbanka Íslands vegna skuldamála eiginmanns hennar gagnvart bankanum á þeim tíma sem mál Péturs var til meðferðar í Hæstarétti. Ráðherraráð Evrópuráðsins hefur eftirlit með því að dómar dómstólsins séu fullnustaðir af aðildarríkjunum; bætur séu greiddar og viðeigandi ráðstafanir gerðar til að koma veg fyrir áframhaldandi brot. Í erindi frá íslenskum stjórnvöldum dagsettu í október 2015 um fullnustu dóms í máli Péturs Þórs er gerð grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á íslensku dómskerfi með nýju millidómstigi og tilheyrandi réttarbótum. Í erindinu er einnig lýst þeim ásetningi ráðherra að mæla fyrir lagabreytingum sem heimili sérstaklega endurupptöku máls í kjölfar áfellisdóms frá MDE. Ráðherraráðið lauk eftirfylgni með fullnustu dómsins í desember 2015, tveimur mánuðum eftir að fyrrgreint erindi barst frá stjórnvöldum. Ekkert hefur enn orðið af þeim breytingum um endurupptöku mála sem reifaðar voru í erindinu og Hæstiréttur sló því föstu í síðasta mánuði að dómar MDE væru ekki skuldbindandi að landsrétti og leiddu ekki sjálfkrafa til endurupptöku máls. Eftirfylgni með fullnustu dóms í máli Súsönnu Rósar Westlund sem dæmt var í Strassborg árið 2008, er enn ólokið hjá ráðherraráðinu. Brot ríkisins í málinu fólst í því að Súsanna fékk ekki að flytja mál sitt munnlega á áfrýjunarstigi. Í erindi íslenskra stjórnvalda til ráðherraráðsins, 27. mars 2019, er sem fyrr vísað til breytinga á íslensku dómskerfi með tilkomu millidómstigsins. Einnig er vísað til þess að þrátt fyrir dóm MDE hafi Hæstiréttur synjað beiðni hennar um endurupptöku. Eftir reifun á synjun Hæstaréttar um endurupptöku vekja íslensk stjórnvöld athygli á því að í dómi MDE hafi Súsönnu ekki verið dæmdar skaðabætur því ekki væri hægt að slá því föstu hvaða áhrif munnlegur málflutningur fyrir Hæstarétti hefði haft á niðurstöðu málsins. Þar sem endurupptaka gæti valdið bæði réttaróvissu og raskað hagsmunum þriðja aðila teldu íslensk stjórnvöld ekki þörf á frekari fullnustu dómsins. Í erindinu er hins vegar ekki minnst á fyrirætlanir um breytingar á skilyrðum fyrir endurupptöku sem nefndar voru í erindi um mál Péturs Þórs.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Vaktin: Hvítur reykur og beðið eftir nýjum páfa Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira