Spennt að fá spila með litlu systur í sal pabba síns: „Léttir fyrir mömmu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2019 14:15 Auður Ólafsdóttir lyftir deildarmeistaratitlinum með Pálínu Gunnlaugsdóttur árið 2016. Vísir/Anton Haukarnir eru að fá sitt fólk aftur heim á Ásvelli og hafa þeir nú endurheimt fyrrum fyrirliða kvennaliðsins. Auður Íris Ólafsdóttir er á heimleið en Körfuknattleiksdeild Hauka og Auður Íris Ólafsdóttir hafa gert tveggja ára samning. Auður ólst upp hjá Haukum og var fyrirliði liðsins þegar hún yfirgaf félagið sumarið 2016. Hún hefur síðan spilað með Skallagrími, Breiðabliki og nú síðast Stjörnunni. Auður segist vera ánægð að vera komin aftur heim í Hauka þó ákvörðunin að yfirgefa Stjörnuna hafi verið erfið. „Mér finnst æðislegt að vera komin heim í Haukana, ákvörðunin var þó erfið þar sem Stjarnan er frábært félag,“ sagði Auður. Auður var með 5,2 stig, 3,7 fráköst og 1,7 stoðsendingu að meðaltali í 20 leikjum á síðustu leiktíð hjá Stjörnunni. Þá var hún valinn varnarmaður ársins í Domino‘s deild kvenna á lokahófi Körfuknattleikssambandsins. Auður hittir fyrir systur sína Sigrúnu og er þetta í fyrsta skipti sem þær systur spila saman í efstu deild. Þá er Ólafssalur, sem verður heimavöllur Hauka í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð, nefndur í höfuð föður þeirra Ólafi E. Rafnssyni. „Ég er spennt að fá spila með litlu systur og spila í Ólafssal – svo hugsa ég að þetta sé nú ákveðinn léttir fyrir móður okkar að geta haldið eingöngu með Haukum. Ég hlakka til tímabilsins, stelpurnar í þessu liði eru frábærar og mikill metnaður í félaginu. Það er rosalega gott að vera komin í Haukafjölskylduna aftur.“ Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist hlakka til að fá Auði til baka og að hún myndi styrkja liðið mikið á báðum endum vallarins. „Við hlökkum til að fá Auði heim og bæta í hópinn af uppöldum Hauka leikmönnum. Hún mun styrkja liðið mikið í vörn, sókn og með reynslu sinni. Það verður líka gaman að sjá systurnar saman aftur.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Haukarnir eru að fá sitt fólk aftur heim á Ásvelli og hafa þeir nú endurheimt fyrrum fyrirliða kvennaliðsins. Auður Íris Ólafsdóttir er á heimleið en Körfuknattleiksdeild Hauka og Auður Íris Ólafsdóttir hafa gert tveggja ára samning. Auður ólst upp hjá Haukum og var fyrirliði liðsins þegar hún yfirgaf félagið sumarið 2016. Hún hefur síðan spilað með Skallagrími, Breiðabliki og nú síðast Stjörnunni. Auður segist vera ánægð að vera komin aftur heim í Hauka þó ákvörðunin að yfirgefa Stjörnuna hafi verið erfið. „Mér finnst æðislegt að vera komin heim í Haukana, ákvörðunin var þó erfið þar sem Stjarnan er frábært félag,“ sagði Auður. Auður var með 5,2 stig, 3,7 fráköst og 1,7 stoðsendingu að meðaltali í 20 leikjum á síðustu leiktíð hjá Stjörnunni. Þá var hún valinn varnarmaður ársins í Domino‘s deild kvenna á lokahófi Körfuknattleikssambandsins. Auður hittir fyrir systur sína Sigrúnu og er þetta í fyrsta skipti sem þær systur spila saman í efstu deild. Þá er Ólafssalur, sem verður heimavöllur Hauka í Domino‘s deildinni á næstu leiktíð, nefndur í höfuð föður þeirra Ólafi E. Rafnssyni. „Ég er spennt að fá spila með litlu systur og spila í Ólafssal – svo hugsa ég að þetta sé nú ákveðinn léttir fyrir móður okkar að geta haldið eingöngu með Haukum. Ég hlakka til tímabilsins, stelpurnar í þessu liði eru frábærar og mikill metnaður í félaginu. Það er rosalega gott að vera komin í Haukafjölskylduna aftur.“ Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari Hauka, sagðist hlakka til að fá Auði til baka og að hún myndi styrkja liðið mikið á báðum endum vallarins. „Við hlökkum til að fá Auði heim og bæta í hópinn af uppöldum Hauka leikmönnum. Hún mun styrkja liðið mikið í vörn, sókn og með reynslu sinni. Það verður líka gaman að sjá systurnar saman aftur.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira