Sterling brjálaður vegna tilkynningar um fyrirliðastöðuna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. júní 2019 07:30 Gareth Southgate og Raheem Sterling á blaðamannafundinum í gær vísir/getty Raheem Sterling er bálreiður umboðsfyrirtæki sínu eftir að það sendi frá sér tilkynningu um að hann yrði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum við Holland. Colossal Sports Management sendi frá sér tilkynningu seint á þriðjudag þess efnis að hinn 24 ára Sterling yrði með fyrirliðabandið þegar England mætir Hollandi í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildar UEFA. Sterling segist ekki vita hvað hafi staðið að baki tilkynningunni og er búinn að biðja Gareth Southgate landsliðsþjálfara afsökunar. „Ég vaknaði í morgun bálreiður. Ég hef ekki rætt við Gareth um fyrirliðabandið og ekki neinn á umboðsskrifstofunni svo þetta var mjög sérstakt,“ sagði Sterling á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég talaði við umboðsmanninn minn var að biðja Gareth afsökunar og sagði honum að ég vissi ekki hvaðan þetta hefði komið.“ Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og Jordan Henderson varafyrirliði. Þeir voru hins vegar báðir í eldlínunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta laugardag svo Gareth Southgate gæti vel hvílt þá báða í leiknum við Holland í kvöld. Gareth Southgate vildi ekki tjá sig um fyrirliðastöðuna á blaðamannafundinum þar sem hann vildi ekkert gefa upp um hvaða leikmenn spila leikinn. Það eina sem hann gat staðfest var að Sterling myndi spila. Leikur Englands og Hollands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Raheem Sterling er bálreiður umboðsfyrirtæki sínu eftir að það sendi frá sér tilkynningu um að hann yrði fyrirliði enska landsliðsins í leiknum við Holland. Colossal Sports Management sendi frá sér tilkynningu seint á þriðjudag þess efnis að hinn 24 ára Sterling yrði með fyrirliðabandið þegar England mætir Hollandi í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildar UEFA. Sterling segist ekki vita hvað hafi staðið að baki tilkynningunni og er búinn að biðja Gareth Southgate landsliðsþjálfara afsökunar. „Ég vaknaði í morgun bálreiður. Ég hef ekki rætt við Gareth um fyrirliðabandið og ekki neinn á umboðsskrifstofunni svo þetta var mjög sérstakt,“ sagði Sterling á blaðamannafundi í gær. „Það fyrsta sem ég gerði eftir að ég talaði við umboðsmanninn minn var að biðja Gareth afsökunar og sagði honum að ég vissi ekki hvaðan þetta hefði komið.“ Harry Kane er fyrirliði enska landsliðsins og Jordan Henderson varafyrirliði. Þeir voru hins vegar báðir í eldlínunni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu síðasta laugardag svo Gareth Southgate gæti vel hvílt þá báða í leiknum við Holland í kvöld. Gareth Southgate vildi ekki tjá sig um fyrirliðastöðuna á blaðamannafundinum þar sem hann vildi ekkert gefa upp um hvaða leikmenn spila leikinn. Það eina sem hann gat staðfest var að Sterling myndi spila. Leikur Englands og Hollands hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira