Fræðsla er vopnið til að útrýma fordómum Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 6. júní 2019 09:00 Tara Margrét Vilhjálmsdóttir. Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir að líkamsvirðing vísi til þess að við berum virðingu fyrir öllum líkömum óháð stærð, lögun, getu og heilsufari. „Með tilliti til okkar eigin líkama er líkamsvirðing tvíþætt. Annars vegar berum við virðingu fyrir útliti hans og lögun og reynum ekki að þröngva honum í eitthvert mót sem hann passar ekki inn í. Hins vegar berum við virðingu fyrir þeim merkjum sem líkaminn gefur okkur hvað varðar svengd, seddu, hvíld, hreyfingu o.s.frv. Við virðum þannig og fylgjum innri merkjum líkamans en ekki ytri merkjum, svo sem reglum um mataræði og hreyfingu,“ segir Tara Margrét. „Þar að auki vísar hún til þess að við berum virðingu fyrir líkömum annarra. Við lítum ekki niður á eða fordæmum líkama annarra alveg sama hvernig hann lítur út eða hvernig heilsufar hans er. Líkamsvirðing er því einnig mannréttindayfirlýsing.“ Leiðarljós líkamsvirðingar segir Tara Margrét að sé væntumþykja og virðing í garð allra líkama. Það sé til margs að vinna með slíkri nálgun því að aukinni líkamsvirðingu fylgi bætt líkamsmynd. Bættri líkamsmynd fylgir betri andlegri og líkamlegri heilsa og góðar heilsuvenjur. „Við hugsum nefnilega ekki vel um það sem við hötum og það kristallast hvergi betur en þegar kemur að líkömum okkar. Með aukinni líkamsvirðingu ætti einnig að draga úr fitufordómum sem eru með algengustu tegundum fordóma og mismununar í vestrænum ríkjum í dag,“ segir Tara Margrét. Fordómar segir Tara að fái að blómstra þegar þeir njóta samfélagslegs samþykkis og réttlætingar. „Þetta tvennt á vel við um fitufordóma og nú til dags, þegar margt bendir til þess að fordómar gagnvart samkynhneigðum og konum fari dalandi, má sjá öfuga þróun vegna holdafars. Fitufordómar hafa aukist jafnt og þétt síðustu áratugina og ekkert lát virðist vera á aukningunni. Fólk á almennt erfitt með að samþykkja að fitufordómar séu yfirhöfuð til,“ segir Tara. „Ef sú staðreynd er samþykkt er hún hins vegar réttlætt með þeim rökum að offita sé verulegur heilsufarsvandi og að slíkt verði að ræða. Ekki er óalgengt að fólk haldi að smánun á grundvelli holdafars virki sem „spark í rassinn“ fyrir viðkomandi og fái hann til að taka holdafar sitt, og þar með heilsu, föstum tökum – öllum til hagsbóta. Fáar mýtur eru jafn lífseigar og skaðlegar.“ Fordómar og mismunun geta aldrei haft heilsufarslega bætandi áhrif enda hafa rannsóknir staðfest það ítrekað fyrir okkur. Tara segir að það sem gerist við fitusmánun sé að viðkomandi sem verður fyrir henni sé líklegri til að þróa með sér óheilbrigðar matarvenjur, minnka hreyfingu og beita óheilbrigðri og hættulegri þyngdarstjórnun. Viðkomandi sé líklegri til að einangra sig og þróa með sér þunglyndi og neikvæða sjálfs- og líkamsmynd og jafnvel átröskun. „Það besta sem við getum gert fyrir lýðheilsu er að hvetja fólk til að virða eigin líkama og annarra. Eftir því sem við berum meiri virðingu fyrir líkama okkar, því betur hugsum við um hann, sem skilar sér ekki bara í betra heilsufari heldur beint í þjóðarbúið,“ segir Tara Margrét. Ein af helstu og sterkustu leiðunum til að útrýma fitufordómum telur Tara Margrét að sé fræðsla og að upplýsa fólk um neikvæð áhrif fitufordóma og ávinning líkamsvirðingar. „Dropinn holar steininn. Það sem fólk getur hugað að í nærumhverfi sínu er að taka ekki undir og mótmæla hvers kyns sleggjudómum og fordómum á grundvelli holdafars. Við sem samfélag þurfum að sýna það í verki að fitufordómar eru ekki samþykktir.“Gígja Gunnarsdóttir.Vilja stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum Gígja Gunnarsdóttir er verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags og hreyfingar hjá Embætti landlæknis. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags og hreyfingar er að styðja samfélög í að vinna markvisst að því að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Er það samhljóma heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna númer 3, heilsu og vellíðan, og fellur vel að lykiláherslu heimsmarkmiðanna um að enginn sé skilinn eftir við innleiðingu þeirra. „Um allt land er verið að vinna mikið og gott starf nú þegar en það má alltaf gera betur. Það er hægt með góðu samstarfi, með því að nýta sér bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma, varast að valda skaða og leggja áherslu á starf og árangur til lengri tíma litið,“ segir Gígja. „Afar margir þættir hafa áhrif á lifnaðarhætti, heilsu og vellíðan, bæði sem snúa að okkur sjálfum og ekki síður okkar nánasta umhverfi. Það er t.d. ekki nóg að gefa barni hjól og hjálm ef barnið hefur ekki áhuga á eða færni til að hjóla, foreldrar upplifa að leiðin í skólann er ekki örugg, ef líkur eru á að hjólið glatist, ef reglur skólans banna hjólreiðar, ef sveitarfélög og ríki leggja ekki áherslu á að skapa góða innviði fyrir hjólreiðar og svo mætti lengi telja. Nálgast þarf málin með heildstæðum hætti og vinna saman að lausnum þvert á stig og geira samfélagsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, segir að líkamsvirðing vísi til þess að við berum virðingu fyrir öllum líkömum óháð stærð, lögun, getu og heilsufari. „Með tilliti til okkar eigin líkama er líkamsvirðing tvíþætt. Annars vegar berum við virðingu fyrir útliti hans og lögun og reynum ekki að þröngva honum í eitthvert mót sem hann passar ekki inn í. Hins vegar berum við virðingu fyrir þeim merkjum sem líkaminn gefur okkur hvað varðar svengd, seddu, hvíld, hreyfingu o.s.frv. Við virðum þannig og fylgjum innri merkjum líkamans en ekki ytri merkjum, svo sem reglum um mataræði og hreyfingu,“ segir Tara Margrét. „Þar að auki vísar hún til þess að við berum virðingu fyrir líkömum annarra. Við lítum ekki niður á eða fordæmum líkama annarra alveg sama hvernig hann lítur út eða hvernig heilsufar hans er. Líkamsvirðing er því einnig mannréttindayfirlýsing.“ Leiðarljós líkamsvirðingar segir Tara Margrét að sé væntumþykja og virðing í garð allra líkama. Það sé til margs að vinna með slíkri nálgun því að aukinni líkamsvirðingu fylgi bætt líkamsmynd. Bættri líkamsmynd fylgir betri andlegri og líkamlegri heilsa og góðar heilsuvenjur. „Við hugsum nefnilega ekki vel um það sem við hötum og það kristallast hvergi betur en þegar kemur að líkömum okkar. Með aukinni líkamsvirðingu ætti einnig að draga úr fitufordómum sem eru með algengustu tegundum fordóma og mismununar í vestrænum ríkjum í dag,“ segir Tara Margrét. Fordómar segir Tara að fái að blómstra þegar þeir njóta samfélagslegs samþykkis og réttlætingar. „Þetta tvennt á vel við um fitufordóma og nú til dags, þegar margt bendir til þess að fordómar gagnvart samkynhneigðum og konum fari dalandi, má sjá öfuga þróun vegna holdafars. Fitufordómar hafa aukist jafnt og þétt síðustu áratugina og ekkert lát virðist vera á aukningunni. Fólk á almennt erfitt með að samþykkja að fitufordómar séu yfirhöfuð til,“ segir Tara. „Ef sú staðreynd er samþykkt er hún hins vegar réttlætt með þeim rökum að offita sé verulegur heilsufarsvandi og að slíkt verði að ræða. Ekki er óalgengt að fólk haldi að smánun á grundvelli holdafars virki sem „spark í rassinn“ fyrir viðkomandi og fái hann til að taka holdafar sitt, og þar með heilsu, föstum tökum – öllum til hagsbóta. Fáar mýtur eru jafn lífseigar og skaðlegar.“ Fordómar og mismunun geta aldrei haft heilsufarslega bætandi áhrif enda hafa rannsóknir staðfest það ítrekað fyrir okkur. Tara segir að það sem gerist við fitusmánun sé að viðkomandi sem verður fyrir henni sé líklegri til að þróa með sér óheilbrigðar matarvenjur, minnka hreyfingu og beita óheilbrigðri og hættulegri þyngdarstjórnun. Viðkomandi sé líklegri til að einangra sig og þróa með sér þunglyndi og neikvæða sjálfs- og líkamsmynd og jafnvel átröskun. „Það besta sem við getum gert fyrir lýðheilsu er að hvetja fólk til að virða eigin líkama og annarra. Eftir því sem við berum meiri virðingu fyrir líkama okkar, því betur hugsum við um hann, sem skilar sér ekki bara í betra heilsufari heldur beint í þjóðarbúið,“ segir Tara Margrét. Ein af helstu og sterkustu leiðunum til að útrýma fitufordómum telur Tara Margrét að sé fræðsla og að upplýsa fólk um neikvæð áhrif fitufordóma og ávinning líkamsvirðingar. „Dropinn holar steininn. Það sem fólk getur hugað að í nærumhverfi sínu er að taka ekki undir og mótmæla hvers kyns sleggjudómum og fordómum á grundvelli holdafars. Við sem samfélag þurfum að sýna það í verki að fitufordómar eru ekki samþykktir.“Gígja Gunnarsdóttir.Vilja stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum Gígja Gunnarsdóttir er verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags og hreyfingar hjá Embætti landlæknis. Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags og hreyfingar er að styðja samfélög í að vinna markvisst að því að skapa aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Er það samhljóma heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna númer 3, heilsu og vellíðan, og fellur vel að lykiláherslu heimsmarkmiðanna um að enginn sé skilinn eftir við innleiðingu þeirra. „Um allt land er verið að vinna mikið og gott starf nú þegar en það má alltaf gera betur. Það er hægt með góðu samstarfi, með því að nýta sér bestu þekkingu og reynslu á hverjum tíma, varast að valda skaða og leggja áherslu á starf og árangur til lengri tíma litið,“ segir Gígja. „Afar margir þættir hafa áhrif á lifnaðarhætti, heilsu og vellíðan, bæði sem snúa að okkur sjálfum og ekki síður okkar nánasta umhverfi. Það er t.d. ekki nóg að gefa barni hjól og hjálm ef barnið hefur ekki áhuga á eða færni til að hjóla, foreldrar upplifa að leiðin í skólann er ekki örugg, ef líkur eru á að hjólið glatist, ef reglur skólans banna hjólreiðar, ef sveitarfélög og ríki leggja ekki áherslu á að skapa góða innviði fyrir hjólreiðar og svo mætti lengi telja. Nálgast þarf málin með heildstæðum hætti og vinna saman að lausnum þvert á stig og geira samfélagsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira