Fótbolti

Rúrik: Fyrirsætustörfin eru ekki að flækjast fyrir fótboltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. vísir/vilhelm
Landsliðsmanninum Rúrik Gíslasyni er margt til lista lagt og hann er til að mynda mjög eftirsótt fyrirsæta. Eftir að hafa slegið í gegn á HM hefur fyrirspurninum fjölgað mikið.

Rúrik segir þó ekkert hæft í því að fyrirsætustörfin séu að trufla fótboltaferilinn.

„Nei, og ég hef mjög litlar áhyggjur af því að það muni nokkurn tímann gera það,“ segir Rúrik brosmildur.

„Ég tek eitt og eitt verkefni en mér finnst enn miklu skemmtilegra að vera í fótbolta. Fókusinn er 100 prósent á það og ég í rauninni hef aldrei skilið þessa umræðu hvort hitt sé farið að flækjast fyrir.“



Klippa: Rúrik um fyrirsætustörfin

Tengdar fréttir

Viðar Örn: Gæti endað aftur í Rússlandi

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson er mættur í komandi landsliðsverkefni í flottu standi og sjálfstraustið í botni. Það hefur gengið vel hjá honum með Hammarby í Svíþjóð.

Gylfi: Verð hjá Everton í einhver ár

Gylfi Þór Sigurðsson er nokkuð ánægður með nýliðið tímabil með Everton og stefnir á að vera áfram í herbúðum Bítlaborgarfélagsins næstu árin.

Jón Daði: Gunnar var alveg að drepa mig

Framherjinn Jón Daði Böðvarsson er í fínu líkamlegu standi en það vantar upp á leikformið enda ekki spilað með liði sínu síðan 16. febrúar.

Hannes: Ekki venjan að gefa út hver sé númer eitt

Erik Hamrén landsliðsþjálfari gaf það út fyrir síðustu verkefni landsliðsins að Hannes Þór Halldórsson væri markvörður númer eitt hjá landsliðinu en vildi ekki gera það fyrir komandi verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×