Fótbolti

Viðar Örn ekki búinn að undirbúa neitt fagn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viðar Örn fagnar.
Viðar Örn fagnar. vísir/getty
Fagnið sem Viðar Örn Kjartansson tók er hann skoraði í Andorra vakti mikla athygli enda var það létt skot á félaga hans, Kjartan Henry Finnbogason.

Leyndi sér ekki að hann var búinn að ákveða hvernig hann ætlaði sér að fagna en það er ekkert slíkt upp á teningnum núna fyrir leikinn gegn Albaníu.

„Ég hef minna pælt í því en það er gott að vera kominn á blað í þessari keppni og það mun hjálpa mér,“ segir Viðar Örn léttur en hann býst við erfiðum leik gegn Albaníu.

„Þetta verður mjög erfitt verkefni og mikilvægir leikir. Ég undirbý mig alltaf eins og ég sé að fara að byrja leiki. Það er betra en við erum með gott lið og fullt af flottum leikmönnum sem geta byrjað þennan leik. Ég er samt klár ef að kallið kemur.“



Klippa: Viðar Örn um Albaníuleikinn

Tengdar fréttir

Viðar Örn: Gæti endað aftur í Rússlandi

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson er mættur í komandi landsliðsverkefni í flottu standi og sjálfstraustið í botni. Það hefur gengið vel hjá honum með Hammarby í Svíþjóð.

Gylfi: Verð hjá Everton í einhver ár

Gylfi Þór Sigurðsson er nokkuð ánægður með nýliðið tímabil með Everton og stefnir á að vera áfram í herbúðum Bítlaborgarfélagsins næstu árin.

Jón Daði: Gunnar var alveg að drepa mig

Framherjinn Jón Daði Böðvarsson er í fínu líkamlegu standi en það vantar upp á leikformið enda ekki spilað með liði sínu síðan 16. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×