Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2019 07:45 Patrick Kapuwa, forseti friðar- og öryggissviðs Afríkusambandsins, á fundi þess um að frysta aðild Súdans að sambandinu í gær. Nordicphotos/AFP Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda. Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Afríkusambandið ákvað í gær að frysta aðild Súdans að sambandinu vegna þess ofbeldis sem súdanski herinn hefur beitt mótmælendur í vikunni. Friðar- og öryggissvið Afríkusambandsins greindi frá þessu í yfirlýsingu í gær. Súdan mun því ekki geta tekið þátt í samstarfinu þar til almennir borgarar fá að koma að stjórn landsins og deilan í ríkinu hefur verið leyst. Ákvörðunin var tekin á neyðarfundi Afríkusambandsríkja í eþíópísku borginni Addis Ababa. Moussa Faki Mahamat, forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, hefur kallað eftir tafarlausri rannsókn á málinu svo þeir sem ábyrgir eru fyrir árásunum sleppi ekki. Nokkur óánægja ríkir með viðbrögðin og þykir ýmsum þau koma of seint, að því er Al Jazeera greinir frá. Joseph Ochieno stjórnmálagreinandi sagði í viðtali við katarska miðilinn að tilkynningin kæmi einfaldlega „fullseint“. Mótmælt hefur verið af krafti í Súdan frá því í desember síðastliðnum. Upphaflega snerust mótmælin um að koma Omar al-Bashir forseta frá völdum. Herinn steypti al-Bashir af stóli þann 11. apríl og við tók herforingjastjórn til bráðabirgða. Mótmælendur kröfðust þess þá að fá almennar kosningar um nýja ríkisstjórn og viðræður við herforingjastjórnina hófust. Mótmælendur sneru þó ekki til síns heima og héldu þess í stað áfram að mótmæla herforingjastjórninni. Á mánudag réðst herinn á mótmælendur í höfuðborginni Kartúm og Abdel Fattah al-Burhan, herstjóri og leiðtogi bráðabirgðastjórnarinnar, sagði viðræðum slitið. Al-Burhan skipti um skoðun nokkru seinna, sagði að kosið yrði innan níu mánaða og bauð leiðtogum mótmælahreyfingarinnar aftur til viðræðna en því boði hefur verið hafnað á þeim grundvelli að mótmælendur telja sig ekki geta treyst hernum eftir blóðbaðið. Rúmlega hundrað hafa farist í aðgerðum hersins að því er samtök súdanskra lækna, tengd stjórnarandstöðunni, segja frá. Þar af hefur jarðneskum leifum 40 mótmælenda verið bjargað úr ánni Níl. Herforingjastjórnin tjáði sig fyrst um tölu látinna í gær og hafnaði því að hún væri svo há. Talan væri „í mesta lagi“ 46. Mohammed Hamadan, einn leiðtoga herforingjastjórnarinnar, hefur komið hernum til varnar. Sagt að öfgamenn og eiturlyfjasalar hefðu komið sér inn í mótmælendahreyfinguna. Talsmenn mótmælendahreyfingarinnar eru hvergi nærri hættir þrátt fyrir mannfallið. Þeir fóru í gær fram á að íbúar landsins lokuðu vegum og brúm til þess að „lama daglegt líf“ víðs vegar um landið. Það væri andsvar við aðgerðum súdanska hersins. Í von um að það takist að leysa deiluna mun Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, ferðast til Súdans í dag. Reuters hafði eftir heimildarmönnum úr utanríkisþjónustu Eþíópíu að Ahmed ætlaði sér að reyna að miðla málum á milli hers og mótmælenda.
Birtist í Fréttablaðinu Súdan Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira