ASÍ áréttar að lægsta verðið sé oftast í Bónus Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2019 11:35 Taflan sem ASÍ telur að hafi valdið misskilningi varðandi könnunina og framkvæmdastjóri Bónuss er ósáttur með. ASÍ hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag, sem einnig birtist á Vísi, þar sem fjallað var um gagnrýni framkvæmdastjóra Bónuss á framkvæmd verðlagskönnunar verðlagseftirlits ASÍ. Áréttar sambandið að lægsta vöruverðið samkvæmt könnuninni sé oftast í Bónus. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Marteinsson, gagnrýndi þar verðkörfuna sem birtist í tilkynningu á vef ASÍ um verðlagskönnunina og sagði hana handvalda af ASÍ til þess að fá þá niðurstöðu að karfan væri ekki ódýrust í Bónus. Karfan sem birtist þar er ódýrust í Krónunni og næstódýrust í Fjarðarkaupum. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. ASÍ segir fréttaflutninginn rangan. Það sé ekki rétt að Krónan sé með lægsta verðið í könnuninni heldur hafi það staðið skýrum stöfum í tilkynningu könnunarinnar að hæsta verðið væri oftast í 10-11 og það lægsta í Bónus. Að sögn ASÍ kann það hins vegar að hafa valdið misskilningi að í fréttatilkynningunni væri fyrrnefnd tafla birt með nokkrum verðdæmum. Þar væri Krónan örlítið lægri en Bónus. „Í verðkönnuninni allri voru hins vegar bornar saman 106 vörutegundir og þar var Bónus oftast með lægsta verðið eins og áður segir,“ segir í tilkynningu ASÍ. Neytendur Tengdar fréttir Krónan ódýrari en Bónus þökk sé Cheerios 10-11 er dýrasta verslunin samkvæmt verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. júní sl. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrastar af þeim ellefu verslunum sem verð var kannað hjá. 5. júní 2019 15:50 Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. 7. júní 2019 07:15 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Sjá meira
ASÍ hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag, sem einnig birtist á Vísi, þar sem fjallað var um gagnrýni framkvæmdastjóra Bónuss á framkvæmd verðlagskönnunar verðlagseftirlits ASÍ. Áréttar sambandið að lægsta vöruverðið samkvæmt könnuninni sé oftast í Bónus. Framkvæmdastjórinn, Guðmundur Marteinsson, gagnrýndi þar verðkörfuna sem birtist í tilkynningu á vef ASÍ um verðlagskönnunina og sagði hana handvalda af ASÍ til þess að fá þá niðurstöðu að karfan væri ekki ódýrust í Bónus. Karfan sem birtist þar er ódýrust í Krónunni og næstódýrust í Fjarðarkaupum. „Þau segjast velja einhverja vöru af handahófi, en ef þú tekur vörurnar sem fást á báðum stöðum þá sérðu bara hvernig þetta er í raun og veru. Þetta er bara ákvörðun hjá þeim. Ég gef ekki mikið fyrir þessa verðkönnun,“ sagði Guðmundur í samtali við Fréttablaðið. ASÍ segir fréttaflutninginn rangan. Það sé ekki rétt að Krónan sé með lægsta verðið í könnuninni heldur hafi það staðið skýrum stöfum í tilkynningu könnunarinnar að hæsta verðið væri oftast í 10-11 og það lægsta í Bónus. Að sögn ASÍ kann það hins vegar að hafa valdið misskilningi að í fréttatilkynningunni væri fyrrnefnd tafla birt með nokkrum verðdæmum. Þar væri Krónan örlítið lægri en Bónus. „Í verðkönnuninni allri voru hins vegar bornar saman 106 vörutegundir og þar var Bónus oftast með lægsta verðið eins og áður segir,“ segir í tilkynningu ASÍ.
Neytendur Tengdar fréttir Krónan ódýrari en Bónus þökk sé Cheerios 10-11 er dýrasta verslunin samkvæmt verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. júní sl. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrastar af þeim ellefu verslunum sem verð var kannað hjá. 5. júní 2019 15:50 Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. 7. júní 2019 07:15 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Sjá meira
Krónan ódýrari en Bónus þökk sé Cheerios 10-11 er dýrasta verslunin samkvæmt verðkönnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ gerði 3. júní sl. Samkaup strax og Krambúðin eru næst dýrastar af þeim ellefu verslunum sem verð var kannað hjá. 5. júní 2019 15:50
Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus. 7. júní 2019 07:15