Isavia gerir ráð fyrir verulegri fækkun farþega Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 7. júní 2019 14:12 Frá morgunfundi um farþegaspá Isavia en þar á bæ gera menn ráð fyrir verulegri fækkun farþega eða um um 388 þúsund milli ára. visir/vilhelm Isavia metur það svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verði 1.927 þúsund. Þeim fækki því um 388 þúsund milli ára. Þetta er veruleg fækkun eins og gefur að skilja. Í fréttatilkynningu kemur fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. „Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningunni en uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember benda til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir.37 þúsund færri Íslendingar um Leifsstöð Þá kemur fram að í stefni að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra. Sprenging í komu ferðmanna til landsins á undanförnum árum hefur haft það í för með sér að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið hröð á síðustu árum. Þetta hefur í einhverjum tilvika kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“Vandi Isavia Þannig liggur fyrir að fall WOW air hefur reynst Isavia verulegt áfall. Fram kom á Vísi í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. Í síðasta mánuði kom fram að Björn Óli Hauksson hafi sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu sagði Björn Óli að nú væri góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Sjá meira
Isavia metur það svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verði 1.927 þúsund. Þeim fækki því um 388 þúsund milli ára. Þetta er veruleg fækkun eins og gefur að skilja. Í fréttatilkynningu kemur fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. „Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningunni en uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember benda til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir.37 þúsund færri Íslendingar um Leifsstöð Þá kemur fram að í stefni að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra. Sprenging í komu ferðmanna til landsins á undanförnum árum hefur haft það í för með sér að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið hröð á síðustu árum. Þetta hefur í einhverjum tilvika kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“Vandi Isavia Þannig liggur fyrir að fall WOW air hefur reynst Isavia verulegt áfall. Fram kom á Vísi í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. Í síðasta mánuði kom fram að Björn Óli Hauksson hafi sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu sagði Björn Óli að nú væri góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15 Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Viðskipti innlent Matvöruverð tekur stökk upp á við Neytendur Fleiri fréttir Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Þrír gagnavísindamenn til Snjallgagna Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Skipt um mann í brúnni hjá Frumherja Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Sjá meira
Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15