Isavia gerir ráð fyrir verulegri fækkun farþega Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 7. júní 2019 14:12 Frá morgunfundi um farþegaspá Isavia en þar á bæ gera menn ráð fyrir verulegri fækkun farþega eða um um 388 þúsund milli ára. visir/vilhelm Isavia metur það svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verði 1.927 þúsund. Þeim fækki því um 388 þúsund milli ára. Þetta er veruleg fækkun eins og gefur að skilja. Í fréttatilkynningu kemur fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. „Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningunni en uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember benda til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir.37 þúsund færri Íslendingar um Leifsstöð Þá kemur fram að í stefni að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra. Sprenging í komu ferðmanna til landsins á undanförnum árum hefur haft það í för með sér að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið hröð á síðustu árum. Þetta hefur í einhverjum tilvika kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“Vandi Isavia Þannig liggur fyrir að fall WOW air hefur reynst Isavia verulegt áfall. Fram kom á Vísi í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. Í síðasta mánuði kom fram að Björn Óli Hauksson hafi sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu sagði Björn Óli að nú væri góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Isavia metur það svo að fjöldi erlendra farþega til Íslands í ár verði 1.927 þúsund. Þeim fækki því um 388 þúsund milli ára. Þetta er veruleg fækkun eins og gefur að skilja. Í fréttatilkynningu kemur fram að skiptifarþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fækkar um 43 prósent frá í fyrra, úr tæpum 3,9 milljónum í tæpar 2,2 milljónir. „Þar munar tæplega 1,7 milljónum farþega. Mestu munar um brotthvarf WOW air,“ segir í tilkynningunni en uppfærðar tölur um farþegafjölda í júní og til loka desember benda til að heildarfjöldi farþega sem fari um Keflavíkurflugvöll árið 2019 verði um 7,3 milljónir.37 þúsund færri Íslendingar um Leifsstöð Þá kemur fram að í stefni að íslenskir farþegar um Keflavíkurflugvöll verði um 631 þúsund árið 2019 sem er 37 þúsund færri en í fyrra. Sprenging í komu ferðmanna til landsins á undanförnum árum hefur haft það í för með sér að fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur verið hröð á síðustu árum. Þetta hefur í einhverjum tilvika kallað á uppfærða farþegaspá þegar liðið hefur á árið – hvort sem farþegum hefur fjölgað eða fækkað. „Í lok mars hætti WOW air, einn stærsti viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli, starfsemi. Þá var ljóst að gera yrði breytingar á farþegaspá fyrir árið 2019. Því til viðbótar hefur verið nokkur óvissa vegna stöðu Boeing MAX flugvéla Icelandair.“Vandi Isavia Þannig liggur fyrir að fall WOW air hefur reynst Isavia verulegt áfall. Fram kom á Vísi í morgun að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur óskað eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. Í beiðni nefndarinnar, sem er að frumkvæði Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar, er óskað úttektar á því hvernig Samgöngustofa uppfyllti hlutverk sitt og hvort Isavia hafi farið eftir eigin reglum í viðskiptum við WOW air. Í síðasta mánuði kom fram að Björn Óli Hauksson hafi sagt starfi sínu sem forstjóri Isavia lausu og lætur þegar af störfum. Í tilkynningu sagði Björn Óli að nú væri góður tími fyrir nýtt fólk að taka við keflinu.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins. 7. júní 2019 06:15