Stjarnan þriðja félagið á fjórum árum sem hættir við þátttöku í Domino´s deild kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2019 14:43 Kvennalið Stjörnunnar fagnar sigri síðasta vetur. Vísir/Daníel Stjarnan verður ekki með lið í Domino´s deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa farið í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit Íslandsmótsins í vetur. Stjarnan sendi útvöldum fjölmiðlum fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram. Stjarnan hefur ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna og gefa eftir sæti sitt í úrvalsdeildinni. Þetta er í þriðja sinn á aðeins fjórum árum sem lið fer þessa leið en bæði Hamar (2016) og KR (2015) hættu við þátttöku í Domino´s deildinni og fengu í staðin að tefla fram liði í 1. deildinni. KR er nú aftur komið upp í Domino´s deildina. Stjarnan vann 18 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en fór síðan alla leið í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjarnan er búið að vera í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og hefur alltaf komist lengra á hverju ári. Nú eru bara sjö félög eftir í Domino´s deild kvenna en líklegt verður að annaðhvort Breiðabliki (féll úr deildinni) eða Fjölni (tapaði í lokaúrslitum 1. deildar kvenna) verði boðið sætið.Tilkynning Stjörnunnar í heild sinni er þannig: „Þar sem nokkuð vantar upp á að Stjarnan geti skipað liðið með uppöldum Stjörnuleikmönnum væri eina úrræði Stjörnunnar að fá erlenda leikmenn, eða leikmenn frá öðrum liðum, í þeirra stað. Stjórn Kkd. Stjörnunnar metur það svo að heppilegra sé að hlúa betur að yngri iðkendum Stjörnunnar og leggja grunn að liði sem gæti spilað í úrvalsdeild innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni. Liðið mun treysta á fjölda leikmanna sem eru í félaginu á aldrinum 15-18 ára sem hafa fengið fáar mínútur í efstu deild. „Með því að spila með liði í 1. deild fá þessir leikmenn hins vegar bæði þá reynslu og samkeppni sem þær þurfa til að eflast sem leikmenn,“ segir í tilkynningu, en ekki var um auðvelda ákvörðun að ræða. „Þessi ákvörðun var ekki auðveld og þær og forsendur sem liggja að baki henni bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörnunnar tók hana hinsvegar með hag iðkenda og stöðu kvennakörfubolta í Stjörnunni í huga og að vandlega athuguðu máli.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira
Stjarnan verður ekki með lið í Domino´s deild kvenna næsta vetur þrátt fyrir að hafa farið í bikarúrslitaleikinn og undanúrslit Íslandsmótsins í vetur. Stjarnan sendi útvöldum fjölmiðlum fréttatilkynningu í dag þar sem þetta kemur fram. Stjarnan hefur ákveðið að tefla fram liði í 1. deild kvenna og gefa eftir sæti sitt í úrvalsdeildinni. Þetta er í þriðja sinn á aðeins fjórum árum sem lið fer þessa leið en bæði Hamar (2016) og KR (2015) hættu við þátttöku í Domino´s deildinni og fengu í staðin að tefla fram liði í 1. deildinni. KR er nú aftur komið upp í Domino´s deildina. Stjarnan vann 18 af 28 leikjum sínum í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en fór síðan alla leið í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Stjarnan er búið að vera í efstu deild undanfarin fjögur tímabil og hefur alltaf komist lengra á hverju ári. Nú eru bara sjö félög eftir í Domino´s deild kvenna en líklegt verður að annaðhvort Breiðabliki (féll úr deildinni) eða Fjölni (tapaði í lokaúrslitum 1. deildar kvenna) verði boðið sætið.Tilkynning Stjörnunnar í heild sinni er þannig: „Þar sem nokkuð vantar upp á að Stjarnan geti skipað liðið með uppöldum Stjörnuleikmönnum væri eina úrræði Stjörnunnar að fá erlenda leikmenn, eða leikmenn frá öðrum liðum, í þeirra stað. Stjórn Kkd. Stjörnunnar metur það svo að heppilegra sé að hlúa betur að yngri iðkendum Stjörnunnar og leggja grunn að liði sem gæti spilað í úrvalsdeild innan fárra ára,“ segir í tilkynningunni. Liðið mun treysta á fjölda leikmanna sem eru í félaginu á aldrinum 15-18 ára sem hafa fengið fáar mínútur í efstu deild. „Með því að spila með liði í 1. deild fá þessir leikmenn hins vegar bæði þá reynslu og samkeppni sem þær þurfa til að eflast sem leikmenn,“ segir í tilkynningu, en ekki var um auðvelda ákvörðun að ræða. „Þessi ákvörðun var ekki auðveld og þær og forsendur sem liggja að baki henni bar brátt að. Stjórn Kkd. Stjörnunnar tók hana hinsvegar með hag iðkenda og stöðu kvennakörfubolta í Stjörnunni í huga og að vandlega athuguðu máli.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Sjá meira