Einar Hannesson látinn Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2019 13:59 Einar Hannesson, lögmaður. Stjórnarráðið Einar Hannesson lögmaður lést á líknardeild Landspítalans í gærkvöldi. Einar var 48 ára gamall þegar hann lést en hann var um tíma aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Bróðir Einars, Grétar Hannesson, greinir frá andlátinu á Facebook en Einar greindist með krabbamein sumarið 2013. Tæpu ári síðar fékk hann þær fregnir frá læknum að það væri ólæknandi. Grétar segir bróður sinn ekki hafa látið krabbameinið stöðva sig því hann sigldi um heimsins höf, stundum einsamall og stundum með vinum, reisti sumarhús nánast einn síns liðs, kom að fyrirtækjarekstri, starfaði við lögmennsku og tók að sér mikilvæg störf sem aðstoðarmaður ráðherra. Einar fæddist 16. janúar árið 1971 í Reykjavík. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1998 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2000 en hann er einnig löggiltur fasteignasali. Þá aflaði hann sér framhaldsmenntunar í hagfræði og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar við Harvard háskóla árið 2003 og í enskum sjó- og viðskiptarétti við Lloyd´s Maritime Academy 2008 og við London Metropolitan University 2011-2013 með sérstakri áherslu á enskan sjótryggingarétt og siglingar á heimskautaslóðum. Á meðan Einar stundaði laganám var hann við námsvist í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og sat í stjórn Heimdallar árin 1998-1999. Einar starfaði sem lögfræðingur í samgönguráðuneytinu árin 1998-2002 og hafði umsjón með fjarskiptamálum og stefnumótun. Árið 2002 hóf hann störf sem erindreki Íslands gagnvart Evrópusambandinu á sviði fjarskipta-, samgöngu- og ferðamála. Á árunum 2003-2010 var Einar lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA þar sem hann hafði umsjón með innleiðingareftirliti EES löggjafar á sviði fjarskipta-, póst-, sjónvarps- og upplýsingasamfélagsþjónustu, samgangna og almannavarna auk tilskipunar um rafræn viðskipti í Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Ábyrgð hans færðist yfir á svið samgöngulöggjafar að undanskildum flugmálum í þessum löndum árið 2005 auk almannavarna. Árin 2010-2013 sigldi Einar á skútu yfir Atlantshafið og kannaði á þeim leiðangri tengsl laga og stjórnmálaákvarðana á lífsgæði auk þess að nema enskan sjórétt. Í febrúar árið 2018 var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen. Andlát Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Einar Hannesson lögmaður lést á líknardeild Landspítalans í gærkvöldi. Einar var 48 ára gamall þegar hann lést en hann var um tíma aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen þegar hún var dómsmálaráðherra. Bróðir Einars, Grétar Hannesson, greinir frá andlátinu á Facebook en Einar greindist með krabbamein sumarið 2013. Tæpu ári síðar fékk hann þær fregnir frá læknum að það væri ólæknandi. Grétar segir bróður sinn ekki hafa látið krabbameinið stöðva sig því hann sigldi um heimsins höf, stundum einsamall og stundum með vinum, reisti sumarhús nánast einn síns liðs, kom að fyrirtækjarekstri, starfaði við lögmennsku og tók að sér mikilvæg störf sem aðstoðarmaður ráðherra. Einar fæddist 16. janúar árið 1971 í Reykjavík. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 1998 og öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2000 en hann er einnig löggiltur fasteignasali. Þá aflaði hann sér framhaldsmenntunar í hagfræði og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar við Harvard háskóla árið 2003 og í enskum sjó- og viðskiptarétti við Lloyd´s Maritime Academy 2008 og við London Metropolitan University 2011-2013 með sérstakri áherslu á enskan sjótryggingarétt og siglingar á heimskautaslóðum. Á meðan Einar stundaði laganám var hann við námsvist í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og sat í stjórn Heimdallar árin 1998-1999. Einar starfaði sem lögfræðingur í samgönguráðuneytinu árin 1998-2002 og hafði umsjón með fjarskiptamálum og stefnumótun. Árið 2002 hóf hann störf sem erindreki Íslands gagnvart Evrópusambandinu á sviði fjarskipta-, samgöngu- og ferðamála. Á árunum 2003-2010 var Einar lögfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA þar sem hann hafði umsjón með innleiðingareftirliti EES löggjafar á sviði fjarskipta-, póst-, sjónvarps- og upplýsingasamfélagsþjónustu, samgangna og almannavarna auk tilskipunar um rafræn viðskipti í Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Ábyrgð hans færðist yfir á svið samgöngulöggjafar að undanskildum flugmálum í þessum löndum árið 2005 auk almannavarna. Árin 2010-2013 sigldi Einar á skútu yfir Atlantshafið og kannaði á þeim leiðangri tengsl laga og stjórnmálaákvarðana á lífsgæði auk þess að nema enskan sjórétt. Í febrúar árið 2018 var hann ráðinn sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen.
Andlát Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent