Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur 8. júní 2019 14:44 Gylfi átti afbragðs leik. vísir/getty Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Íslendingum sinn annan sigur í H-riðli með frábæru marki á 22. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í leiknum sem var afar rólegur. Ísland er í 3. sæti H-riðils með sex stig. Íslendingar mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í dag að mati Vísis. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Varði vel frá Hysaj í upphafi leiks.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 6 Tók lítinn þátt í sókninni enda fór íslenska liðið nánast ekkert upp hægra megin. Sinnti varnarhlutverkinu vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í keppnisleik. Bjargaði sérstaklega vel í upphafi síðari hálfleiks á ögurstundu.Kári Árnason, miðvörður 7 Traustur og öflugur í loftinu. Íslenska vörnin var sterk í leiknum og gaf fá færi á sér. Kári fékk tvö fín færi í leiknum þar sem hann hefði getað gert betur.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Bjargaði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samvinna hans og Kára var til mikillar fyrirmyndar.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Öruggur með boltann og leysti sitt vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Tryggði Íslandi sigurinn með sannkölluðu draumamarki, sínu áttunda fyrir landsliðið. Fór af velli snemma í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Varnarvinnan til fyrirmyndar og auðveldaði íslensku vörninni lífið. Fínn leikur hjá fyrirliðanum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Duglegur að vanda. Minna áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri.Rúnar Már Sigurjónsson, vinstri kantmaður 5 Byrjaði leikinn af fínum krafti en sást lítið í seinni hálfleik. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 8 Nokkrir frábærir sprettir en spyrnur í föstum leikatriðum hafa oftast verið betri. Áberandi besti fótboltamaðurinn á vellinum og allt sem gerðist í íslensku sókninni fór í gegnum Gylfa.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Fékk úr litlu að moða. Hefði mátt halda boltanum betur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 56. mínútu) 6 Gerði sitt. Hélt boltanum ágætlega og var duglegur á hægri kantinum.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn á 63. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn en nýtti líkamsstyrk sinn vel á köflum. Nálægt því að skora í uppbótartíma.Arnór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 81. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Íslendingum sinn annan sigur í H-riðli með frábæru marki á 22. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í leiknum sem var afar rólegur. Ísland er í 3. sæti H-riðils með sex stig. Íslendingar mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í dag að mati Vísis. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Varði vel frá Hysaj í upphafi leiks.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 6 Tók lítinn þátt í sókninni enda fór íslenska liðið nánast ekkert upp hægra megin. Sinnti varnarhlutverkinu vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í keppnisleik. Bjargaði sérstaklega vel í upphafi síðari hálfleiks á ögurstundu.Kári Árnason, miðvörður 7 Traustur og öflugur í loftinu. Íslenska vörnin var sterk í leiknum og gaf fá færi á sér. Kári fékk tvö fín færi í leiknum þar sem hann hefði getað gert betur.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Bjargaði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samvinna hans og Kára var til mikillar fyrirmyndar.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Öruggur með boltann og leysti sitt vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Tryggði Íslandi sigurinn með sannkölluðu draumamarki, sínu áttunda fyrir landsliðið. Fór af velli snemma í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Varnarvinnan til fyrirmyndar og auðveldaði íslensku vörninni lífið. Fínn leikur hjá fyrirliðanum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Duglegur að vanda. Minna áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri.Rúnar Már Sigurjónsson, vinstri kantmaður 5 Byrjaði leikinn af fínum krafti en sást lítið í seinni hálfleik. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 8 Nokkrir frábærir sprettir en spyrnur í föstum leikatriðum hafa oftast verið betri. Áberandi besti fótboltamaðurinn á vellinum og allt sem gerðist í íslensku sókninni fór í gegnum Gylfa.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Fékk úr litlu að moða. Hefði mátt halda boltanum betur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 56. mínútu) 6 Gerði sitt. Hélt boltanum ágætlega og var duglegur á hægri kantinum.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn á 63. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn en nýtti líkamsstyrk sinn vel á köflum. Nálægt því að skora í uppbótartíma.Arnór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 81. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Sjá meira