Einkunnir eftir sigurinn á Albönum: Gylfi bestur 8. júní 2019 14:44 Gylfi átti afbragðs leik. vísir/getty Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Íslendingum sinn annan sigur í H-riðli með frábæru marki á 22. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í leiknum sem var afar rólegur. Ísland er í 3. sæti H-riðils með sex stig. Íslendingar mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í dag að mati Vísis. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Varði vel frá Hysaj í upphafi leiks.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 6 Tók lítinn þátt í sókninni enda fór íslenska liðið nánast ekkert upp hægra megin. Sinnti varnarhlutverkinu vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í keppnisleik. Bjargaði sérstaklega vel í upphafi síðari hálfleiks á ögurstundu.Kári Árnason, miðvörður 7 Traustur og öflugur í loftinu. Íslenska vörnin var sterk í leiknum og gaf fá færi á sér. Kári fékk tvö fín færi í leiknum þar sem hann hefði getað gert betur.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Bjargaði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samvinna hans og Kára var til mikillar fyrirmyndar.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Öruggur með boltann og leysti sitt vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Tryggði Íslandi sigurinn með sannkölluðu draumamarki, sínu áttunda fyrir landsliðið. Fór af velli snemma í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Varnarvinnan til fyrirmyndar og auðveldaði íslensku vörninni lífið. Fínn leikur hjá fyrirliðanum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Duglegur að vanda. Minna áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri.Rúnar Már Sigurjónsson, vinstri kantmaður 5 Byrjaði leikinn af fínum krafti en sást lítið í seinni hálfleik. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 8 Nokkrir frábærir sprettir en spyrnur í föstum leikatriðum hafa oftast verið betri. Áberandi besti fótboltamaðurinn á vellinum og allt sem gerðist í íslensku sókninni fór í gegnum Gylfa.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Fékk úr litlu að moða. Hefði mátt halda boltanum betur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 56. mínútu) 6 Gerði sitt. Hélt boltanum ágætlega og var duglegur á hægri kantinum.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn á 63. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn en nýtti líkamsstyrk sinn vel á köflum. Nálægt því að skora í uppbótartíma.Arnór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 81. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Sjá meira
Ísland vann 1-0 sigur á Albaníu í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2020 í fótbolta. Jóhann Berg Guðmundsson tryggði Íslendingum sinn annan sigur í H-riðli með frábæru marki á 22. mínútu. Fátt annað markvert gerðist í leiknum sem var afar rólegur. Ísland er í 3. sæti H-riðils með sex stig. Íslendingar mæta Tyrkjum á Laugardalsvelli á þriðjudaginn. Gylfi Þór Sigurðsson var besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum í dag að mati Vísis. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Hafði lítið að gera en það sem hann þurfti að gera gerði hann vel. Varði vel frá Hysaj í upphafi leiks.Hjörtur Hermannsson, hægri bakvörður 6 Tók lítinn þátt í sókninni enda fór íslenska liðið nánast ekkert upp hægra megin. Sinnti varnarhlutverkinu vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði í keppnisleik. Bjargaði sérstaklega vel í upphafi síðari hálfleiks á ögurstundu.Kári Árnason, miðvörður 7 Traustur og öflugur í loftinu. Íslenska vörnin var sterk í leiknum og gaf fá færi á sér. Kári fékk tvö fín færi í leiknum þar sem hann hefði getað gert betur.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 7 Bjargaði nokkrum sinnum vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Samvinna hans og Kára var til mikillar fyrirmyndar.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Öruggur með boltann og leysti sitt vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 7 Tryggði Íslandi sigurinn með sannkölluðu draumamarki, sínu áttunda fyrir landsliðið. Fór af velli snemma í seinni hálfleik.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 6 Varnarvinnan til fyrirmyndar og auðveldaði íslensku vörninni lífið. Fínn leikur hjá fyrirliðanum.Birkir Bjarnason, miðjumaður 6 Duglegur að vanda. Minna áberandi í seinni hálfleik en þeim fyrri.Rúnar Már Sigurjónsson, vinstri kantmaður 5 Byrjaði leikinn af fínum krafti en sást lítið í seinni hálfleik. Duglegur og sinnti varnarvinnunni vel. Fékk gult spjald fyrir leikaraskap í fyrri hálfleik.Gylfi Þór Sigurðsson, framherji 8 Nokkrir frábærir sprettir en spyrnur í föstum leikatriðum hafa oftast verið betri. Áberandi besti fótboltamaðurinn á vellinum og allt sem gerðist í íslensku sókninni fór í gegnum Gylfa.Viðar Örn Kjartansson, framherji 5 Fékk úr litlu að moða. Hefði mátt halda boltanum betur.Varamenn:Arnór Ingvi Traustason - (Kom inn á fyrir Jóhann Berg á 56. mínútu) 6 Gerði sitt. Hélt boltanum ágætlega og var duglegur á hægri kantinum.Kolbeinn Sigþórsson - (Kom inn á fyrir Viðar Örn á 63. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn en nýtti líkamsstyrk sinn vel á köflum. Nálægt því að skora í uppbótartíma.Arnór Sigurðsson - (Kom inn á fyrir Rúnar Má á 81. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Sjá meira