Fótbolti

Hamrén sendi fjölskyldunni fingurkossa eftir leikinn: „Þetta er hefð“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamrén þakkar fyrir stuðninginn eftir leik.
Hamrén þakkar fyrir stuðninginn eftir leik. vísir/bára
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var að vonum glaður eftir sigurinn á Albaníu í dag.

Fjölskylda þess sænska var í stúkunni á Laugardalsvellinum í dag og hann sendi þeim fingurkossa eftir leikinn.

„Þetta voru kossar fyrir fjölskylduna. Þetta er hefð hjá okkur,“ sagði Hamrén á blaðamannafundi eftir leikinn.

Hann sagði að dóttir sín hafi stappað í hann stálinu fyrir leik.

„Dóttir mín, sem býr í New York, sagði að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Við þurfum kannski alltaf að hafa hana hérna,“ sagði Hamrén sem fagnaði sínum öðrum sigri sem landsliðsþjálfari Íslands í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×