Rússneskur blaðamaður ákærður fyrir eiturlyfjasölu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2019 17:12 Ivan Golunov. reuters Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn. Rússland Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Rússneski rannsóknarblaðamaðurinn Ivan Golunov var handtekinn á fimmtudag og ákærður fyrir að hafa reynt að selja eiturlyf. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Samkvæmt lögreglu var hann færður á sjúkrahús vegna veikinda en frést hefur að hann hafi slasast meðan á handtöku stóð. Golunov starfar fyrir veffréttaritið Meduza sem er lettnesk fréttastofa en Golunov var í Moskvu þegar handtakan fór fram. Lögmaður hans segir eiturlyfjunum hafa verið komið fyrir á honum en rússnesk yfirvöld neita þeirri ásökun. Meduza sagði í tilkynningu að Golunov hafi verið handtekinn vegna starfs síns. Golunov var á leið sinni til að hitta aðra fréttamenn þegar hann var stoppaður og leitað á honum af lögreglu. Lögregla segir að þeir hafi fundið eiturlyfið mephedrone í bakpoka hans og að þeir hafi síðar leitað í íbúð hans og fundið meira magn af eiturlyfjum og vogarskálar, sem gæfi til kynna að hann væri að selja efnin. Blaðamaðurinn var ákærður opinberlega í morgun, laugardag, fyrir að hafa gert tilraun til að framleiða, selja eða dreifa eiturlyfjum. Lögregla birti myndir sem þeir segja sýni áhöld tengd eiturlyfjum í íbúð Golunov en þær myndir hafa síðan verið fjarlægðar samkvæmt Olgu Ivshinu, fréttamanni BBC í Rússlandi. Hún segir lögreglu hafa viðurkennt að „flestar myndirnar sem voru birtar hafi ekki verið teknar í íbúð Golunov heldur hafi verið tengdar annarri rannsókn sem gæti verið tengd handtöku hans.“ Í tilkynningu Meduza segir að Golunov hafi fengið hótanir síðustu mánuði vegna rannsóknar fyrir frétt sem hann var að vinna að. „Við erum handviss um að Ivan Golunov sé saklaus,“ segir í tilkynningunni. „Þar að auki höfum við ástæðu til að halda að verið sé að ofsækja Golunov vegna rannsóknarvinnu sinnar.“ Samkvæmt rússnesku fréttastofunni Interfax hefur heimildarmaður þeirra innan lögreglunnar í Moskvu sagt að Golunov sé ekki við hestaheilsu. „Kallað var eftir sjúkrabíl… Læknarnir í sjúkrabílnum ákváðu að það þyrfti að færa hann á sjúkrahús til að skoða hann.“ Samkvæmt Meduza var hann barinn af lögreglumönnum, bæði við handtöku og seinna á lögreglustöðinni. Hann hafi aðeins fengið að hafa samband við vin sinn eftir 14 klst. varðhald.Иван Голунов рассказывает о событиях последнего дня.Надеемся, что это очень странное дело закончится в самое ближайшее время. pic.twitter.com/MkNcVVMsKy— Breaking Mash (@BreakingMash) June 7, 2019 Í fyrsta myndbandinu sem birt hefur verið af Golunov eftir handtöku hans, sem birt var af rússneska miðlinum Breaking Mash, lyftir hann upp bolnum sínum til að sýna það sem virðist vera brunasár á bakinu. Golunov segist hafa lent í ryskingum við lögreglu og sýndi marbletti máli sínu til stuðnings. Samkvæmt Pavel Chikov, lögmanni, skoðaði læknir Golunov og staðfesti að hann væri líklega rifbeinsbrotinn, hefði fengið heilahristing og margúl. Dmitry Julay, lögmaður Golunov, sagði að honum hafi verið neitað mat og svefni í meira en sólarhring.Fréttafólk í Rússlandi ítrekað handtekið fyrir eiturlyfjasölu Golunov hefur ítrekað flett ofan af spillingu meðal viðskiptamógúla og stjórnmálafólks í Moskvu auk svikulla efnahagslegra áforma í borginni. Fréttafólk í Rússlandi hefur ítrekað verið áreitt síðustu ár fyrir vinnu þeirra. Margir áberandi aðgerðarsinnar og mannréttindabaráttufólk í Rússlandi hefur verið haldið í varðhaldi vegna augljóslega falskra eiturlyfja ákæra. Stórum hluta fréttamiðla í Rússlandi er stjórnað af ríkinu og Rússland hefur verið í 83 sæti af 100 löndum á lista Freedom House um fjölmiðlafrelsi. „Við munum komast að því á hvers vegum er verið að ásækja Vanya [Ivan] og við munum birta þær upplýsingar,“ sögðu Galina Timchenko, framkvæmdarstjóri Meduza, og Ivan Kolpakov, ritstjóri miðilsins. Handtaka blaðamannsins hefur hrundið af staða mótmælum í Moskvu og Sankti Pétursborg og tugir manns voru handteknir, flestir eru blaðamenn.
Rússland Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira