Fótbolti

Heiðra minningu látins félaga á Þórsbúningnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jónas Björgvin Sigurbergsson, leikmaður Þórs fyrir leik liðsins gegn Haukum í gær.
Jónas Björgvin Sigurbergsson, leikmaður Þórs fyrir leik liðsins gegn Haukum í gær. Facebook síða Þórs
Baldvin Rúnarsson lést föstudaginn 31.maí síðastliðinn, 25 ára að aldri, eftir áralanga baráttu við krabbamein.

Inkasso-deildarlið Þórs í fótbolta hefur látið merkja upphafsstafi Baldvins á treyju félagsins og munu stafirnir hans, BR, því standa undir merki Þórs út leiktíðina. Baldvin var ötull í starfi Þórs eftir að hafa alist upp hjá félaginu og leikið með því fótbolta upp alla yngri flokka. 

Hann þjálfaði yngri flokka félagsins til hinsta dags en lét sjálfur takkaskóna á hilluna þegar veikindin höfðu herjað á. Baldvin lék með Magna Grenivík í 3.deildinni sumarið 2014.

Fjölskylda og vinir Baldvins hafa sett á stofn minningarsjóð um Baldvin og er tilgangur sjóðsins að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála. 

Reikningsnúmer: 565-14-605

Kennitala: 020800-2910 

Baldvin verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12.júní klukkan 13:30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×