Erlent

Vél Icelandair lent í Stafangri vegna bilunar í hreyfli

Atli Ísleifsson skrifar
Lenda þurfti vélinni á Sola-flugvelli í Stafangri.
Lenda þurfti vélinni á Sola-flugvelli í Stafangri. myndavél norsku Vegagerðarinnar
Lenda þurfti vél Icelandair, á leið frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur, á Sola-flugvelli í Stafangri í Noregi nú síðdegis vegna bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar.

Frá þessu segir í frétt á vef Stavanger Aftenblad. Haft er eftir John Helle hjá slökkviliðinu í Stafangri að alls hafi 184 manns verið borð í vélinni. Þar segir ennfremur að lendingin hafi gengið vel.

Að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandir kom upp bilun og af þeim sökum var ákveðið að lenda í öryggisskyni. Önnur flugvél verður send frá Íslandi nú í kvöld sem mun sækja farþegana og fljúga þeim til Íslands. Áætlað er að vélin lendi um miðnætti í kvöld.

Vélin er með númerið FI209 og af gerðinni Boeing 757-256.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd af Flight Tracker.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×