Umdeild refsing skilaði Hamilton enn einum sigrinum Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. júní 2019 20:19 Lewis Hamilton styrkti stöðu sína á toppnum í keppni ökuþóra í Formúla 1 en hann vann sigur þrátt fyrir að hafa komið annar í mark á Gilles Villenueve brautinni í Montreal í dag. Sebastian Vettel á Ferrari var nefnilega fyrstur í mark en hann fékk fimm sekúndna refsingu þegar skammt var eftir af kappakstrinum og var sú ákvörðun vægast sagt umdeild en Ferrari-menn voru æfir yfir dómnum og þá sérstaklega Vettel sjálfur. Hann gekk berserksgang um svæðið eftir kappaksturinn og lét dómarana hafa það óþvegið. Hann hugðist ekki mæta á blaðamannafund sem ætlaður er þeim sem enda í þremur efstu sætunum en lét að lokum segjast og mætti þangað. Áður en hann mætti þangað sýndi hann vanþóknun sína með því að skipta um skilti fyrir framan bíl Hamilton.Parc Ferme... #CanadianGP#F1pic.twitter.com/cJOuT5hnwP — Formula 1 (@F1) June 9, 2019"Ekki baula á Lewis"Áhorfendur í Kanada virtust á einu máli um ákvörðunina og var mikið baulað þegar Hamilton var krýndur sigurvegari. „Eina sem ég get sagt er að ég tók ekki þessa ákvörðun svo ég veit ekki af hverju þeir ættu að baula á mig,“ sagði Hamilton og Vettel tók undir orð hans. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði hundfúll Vettel.Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem varð til þess að Vettel var refsað en líklegt má þykja að niðurstöður kappaksturins muni hafa einhverja eftirmála. Kanada kappakstrinum verður gerð frekari skil á Vísi á morgun.Race. Defining. Moment. #CanadianGP #F1 pic.twitter.com/053sau3we1— Formula 1 (@F1) June 9, 2019 Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton styrkti stöðu sína á toppnum í keppni ökuþóra í Formúla 1 en hann vann sigur þrátt fyrir að hafa komið annar í mark á Gilles Villenueve brautinni í Montreal í dag. Sebastian Vettel á Ferrari var nefnilega fyrstur í mark en hann fékk fimm sekúndna refsingu þegar skammt var eftir af kappakstrinum og var sú ákvörðun vægast sagt umdeild en Ferrari-menn voru æfir yfir dómnum og þá sérstaklega Vettel sjálfur. Hann gekk berserksgang um svæðið eftir kappaksturinn og lét dómarana hafa það óþvegið. Hann hugðist ekki mæta á blaðamannafund sem ætlaður er þeim sem enda í þremur efstu sætunum en lét að lokum segjast og mætti þangað. Áður en hann mætti þangað sýndi hann vanþóknun sína með því að skipta um skilti fyrir framan bíl Hamilton.Parc Ferme... #CanadianGP#F1pic.twitter.com/cJOuT5hnwP — Formula 1 (@F1) June 9, 2019"Ekki baula á Lewis"Áhorfendur í Kanada virtust á einu máli um ákvörðunina og var mikið baulað þegar Hamilton var krýndur sigurvegari. „Eina sem ég get sagt er að ég tók ekki þessa ákvörðun svo ég veit ekki af hverju þeir ættu að baula á mig,“ sagði Hamilton og Vettel tók undir orð hans. „Fólkið ætti ekki að baula á Lewis. Það á að baula á þá sem taka þessar ákvarðanir,“ sagði hundfúll Vettel.Hér fyrir neðan má sjá atvikið sem varð til þess að Vettel var refsað en líklegt má þykja að niðurstöður kappaksturins muni hafa einhverja eftirmála. Kanada kappakstrinum verður gerð frekari skil á Vísi á morgun.Race. Defining. Moment. #CanadianGP #F1 pic.twitter.com/053sau3we1— Formula 1 (@F1) June 9, 2019
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira