Brasilíska landsliðið í knattspyrnu batt endahnútinn á undirbúning sinn fyrir Copa America í kvöld þegar liðið mætti Hondúras í vináttuleik.
Það var snemma ljóst í hvað stefndi því Gabriel Jesus og Thiago Silva komu Brasilíu í 2-0 á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Ekki vænkaðist hagur Hondúrasa þegar Romell Quioto fékk að líta rauða spjaldið fyrir glórulausa tæklingu á Arthur eftir rúmlega hálftíma leik. Þurfti Arthur að yfirgefa völlinn í kjölfarið vegna meiðsla.
11 á móti 10 héldu Brassar áfram að raða inn mörkum og fór að lokum svo að þeir unnu 7-0 sigur þar sem Gabriel Jesus bætti við öðru marki sínu auk þess sem Philippe Coutinho, David Neres, Roberto Firmino og Richarlison voru allir á skotskónum.
Brasilía er gestgjafi á Copa America en þeir hefja leik gegn Bólivíu í Sao Paulo þann 15.júní næstkomandi.
Brassar skoruðu sjö í síðasta vináttuleiknum
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn




„Sé þá ekki vinna í ár“
Íslenski boltinn

Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika
Körfubolti

Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar
Íslenski boltinn

Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís
Íslenski boltinn