Erlent

Sækja aftur í átt að sjálfstæði

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Nicola Sturgeon, leiðtogi SNP.
Nicola Sturgeon, leiðtogi SNP. Fréttablaðið/Ernir
Heimastjórn Skota hefur lagt fram frumvarp á skoska þinginu er snýst um umgjörð mögulegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Bretlandi. Frá þessu greindi Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnarinnar, á Twitter í gær.

Hún sagði frumvarpið til þess gert að leyfa Skotum að ráða eigin framtíð í stað þess að þurfa að sætta sig við útgöngu úr Evrópusambandinu. Meirihluti Skota lagðist gegn Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016.

Skotar greiddu síðast atkvæði um sjálfstæði árið 2014. Þá sögðu 55 prósent kjósenda nei en 45 prósent sögðu já. Könnun YouGov í lok apríl sýndi 49 prósenta stuðning við sjálfstæði, andstæðingar voru 51 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×