Catalina lendir á þriðja tímanum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 11:02 Þessi Catalina, smíðuð árið 1943, kom til Reykjavíkur árið 2012. Mynd/Friðrik Þór Halldórsson Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. Þar sem flugbáturinn er í sjónflugi og hægfleygur er erfitt að fá uppgefinn nákvæman komutíma fyrr en nær dregur lendingu. Uppfært kl. 11.50: Lending áætluð klukkan 14.23. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni Reykjavik FBO, sem annast móttöku vélarinnar, fær hún væntanlega flugstæði norðan við Loftleiðahótelið, þar sem þristaveislan hefur staðið yfir undanfarna tíu daga. Þessi tiltekna Catalina, smíðuð árið 1941, er sú elsta í heiminum sem enn er eftir í flughæfu ástandi en jafnframt einhver sú merkasta í sögunni. Hún var staðsett á Reykjavíkurflugvelli á stríðsárunum og tókst þá að sökkva þremur þýskum kafbátum. Fyrir það er hún talin sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn stríðsvél nasista í síðari heimsstyrjöld. Katalínan verður einn af hápunktum flugsýningarinnar í Reykjavík á laugardag, sem er liður í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis flugs á Íslandi. Sýningarsvæðið á flugvellinum verður opið almenningi milli klukkan 12 og 16 en flugatriðin í lofti verða milli klukkan 13 og 15, samkvæmt upplýsingum Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Catalina kom síðast árið 2012 en þá gafst landsmönnum í fyrsta sinn í áratugi tækifæri til að sjá þennan sögufræga flugbát í Reykjavík. Fjallað var um komu hennar í þessari frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Catalina-flugbáturinn, sem væntanlegur er til Íslands, hóf sig til flugs frá flugvellinum í Wick í Skotlandi um níuleytið í morgun áleiðis til Reykjavíkur. Þar sem flugbáturinn er í sjónflugi og hægfleygur er erfitt að fá uppgefinn nákvæman komutíma fyrr en nær dregur lendingu. Uppfært kl. 11.50: Lending áætluð klukkan 14.23. Samkvæmt upplýsingum frá flugþjónustunni Reykjavik FBO, sem annast móttöku vélarinnar, fær hún væntanlega flugstæði norðan við Loftleiðahótelið, þar sem þristaveislan hefur staðið yfir undanfarna tíu daga. Þessi tiltekna Catalina, smíðuð árið 1941, er sú elsta í heiminum sem enn er eftir í flughæfu ástandi en jafnframt einhver sú merkasta í sögunni. Hún var staðsett á Reykjavíkurflugvelli á stríðsárunum og tókst þá að sökkva þremur þýskum kafbátum. Fyrir það er hún talin sú flugvél herja Bandamanna sem náði mestum árangri í baráttunni gegn stríðsvél nasista í síðari heimsstyrjöld. Katalínan verður einn af hápunktum flugsýningarinnar í Reykjavík á laugardag, sem er liður í hátíðarhöldum vegna 100 ára afmælis flugs á Íslandi. Sýningarsvæðið á flugvellinum verður opið almenningi milli klukkan 12 og 16 en flugatriðin í lofti verða milli klukkan 13 og 15, samkvæmt upplýsingum Matthíasar Sveinbjörnssonar, forseta Flugmálafélags Íslands. Catalina kom síðast árið 2012 en þá gafst landsmönnum í fyrsta sinn í áratugi tækifæri til að sjá þennan sögufræga flugbát í Reykjavík. Fjallað var um komu hennar í þessari frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30 Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Flugkappar í útsýnisflugi með Catalina flugbáti Þrír flugkappar fengu að fara í útsýnisflug með Catalina flugbáti yfir Reykjavík í dag. Kapparnir eiga það sameiginlegt að hafa flogið slíkum vélum þegar þær voru notaðar til farþegaflugs hér á landi á árunum eftir stríð. 27. maí 2012 20:30
Elsta flughæfa Katalínan væntanleg til Reykjavíkur Flugveislan í Reykjavík heldur áfram. Á morgun er væntanlegur enn einn dýrgripurinn, Catalina-flugbátur, sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimsstyrjöld. 29. maí 2019 22:38