Farage ataður mjólkurhristingi í Newcastle Kjartan Kjartansson skrifar 20. maí 2019 14:54 Farage var ekki hlátur í huga eftir að hann varð fyrir mjólkurhristingsfyrirsáti í Newcastle. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir að hann hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, formanni Brexit-flokksins, í miðborg Newcastle á Englandi í dag. Farage var staddur í borginni vegna kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar. Lögreglan í Northumbria segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, grunaður um líkamsárás. Þegar maðurinn var dreginn í burtu og handjárnaður sagði hann „Það er réttur að mótmæla fólki eins og honum,“ að því er segir í frétt The Guardian. Farage, sem hefur verið áberandi í umræðunni fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu undanfarin ár, var sagður foxillur eftir aðfarirnar og kennt öryggisteymi sínu um hvernig fór. Á Twitter fordæmdi hann stuðningsmenn þess að Bretar verði um kyrrt í ESB. Þeir séu orðnir svo róttækir að ekki sé lengur hægt að há hefðbundna kosningabaráttu. Þetta er ekki fyrsta mjólkurhristingsatlagan sem hefur verið gerð á stjórnmálamenn af hægri jaðrinum og hægriöfgamenn undanfarnar vikur. Þannig var mjólkurhristingi kastað yfir Tommy Robinson, áberandi hægriöfgamanna á Bretlandi, og Carl Benjamin, frambjóðanda Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Það var í fjórða skiptið sem Benjamin varð fyrir slíkri árás í kosningabaráttunni en hann er sjálfur til rannsóknar vegna ummæla sem hann lét falla um að nauðgun á þingkonu Verkamannaflokksins.Chaotic scenes in Newcastle city centre as Nigel Farage hit by a milkshake. He's been whisked away by his security. This is the aftermath. pic.twitter.com/qxz8yay492— Sean Seddon (@seddonnews) May 20, 2019 Bretland Brexit England Tengdar fréttir Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir að hann hellti mjólkurhristingi yfir Nigel Farage, formanni Brexit-flokksins, í miðborg Newcastle á Englandi í dag. Farage var staddur í borginni vegna kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningar. Lögreglan í Northumbria segir að árásarmaðurinn hafi verið handtekinn, grunaður um líkamsárás. Þegar maðurinn var dreginn í burtu og handjárnaður sagði hann „Það er réttur að mótmæla fólki eins og honum,“ að því er segir í frétt The Guardian. Farage, sem hefur verið áberandi í umræðunni fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu undanfarin ár, var sagður foxillur eftir aðfarirnar og kennt öryggisteymi sínu um hvernig fór. Á Twitter fordæmdi hann stuðningsmenn þess að Bretar verði um kyrrt í ESB. Þeir séu orðnir svo róttækir að ekki sé lengur hægt að há hefðbundna kosningabaráttu. Þetta er ekki fyrsta mjólkurhristingsatlagan sem hefur verið gerð á stjórnmálamenn af hægri jaðrinum og hægriöfgamenn undanfarnar vikur. Þannig var mjólkurhristingi kastað yfir Tommy Robinson, áberandi hægriöfgamanna á Bretlandi, og Carl Benjamin, frambjóðanda Breska sjálfstæðisflokksins (Ukip). Það var í fjórða skiptið sem Benjamin varð fyrir slíkri árás í kosningabaráttunni en hann er sjálfur til rannsóknar vegna ummæla sem hann lét falla um að nauðgun á þingkonu Verkamannaflokksins.Chaotic scenes in Newcastle city centre as Nigel Farage hit by a milkshake. He's been whisked away by his security. This is the aftermath. pic.twitter.com/qxz8yay492— Sean Seddon (@seddonnews) May 20, 2019
Bretland Brexit England Tengdar fréttir Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30 Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Blússandi sigling á Farage Allt útlit er fyrir að hinn háværi íhaldsmaður og Brexit-sinni Nigel Farage muni standa uppi sem sigurvegari Evrópuþingskosninganna sem fara fram í Bretlandi þann 23. maí. 11. maí 2019 07:30
Nigel Farage stofnar Brexit-flokkinn Nigel Farage kynnti nýja flokk sinn í Coventry fyrr í dag. 12. apríl 2019 12:46