Segist sæta árásum vegna málverka sinna Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 20. maí 2019 14:58 Listmálarinn Ingvar Þór Gylfason segist ekkert hafa að fela. Vísir/Vilhelm „Maður er í smá sjokki,“ segir málarinn Ingvar Þór Gylfason sem er borinn þungum sökum á Facebook. Þar hefur Sunnar Ruth Stefánsdóttir sakað hann um myndstuld í gróðaskyni og ber saman málverk Ingvars við málverk annarra listamanna. „Einnig er hann að taka peninga fyrir námskeið með einu af málverkunum sem hann hefur stolið og líklega kynnir sem sitt eigið, enda hefur hann sjálfur selt málverkið,“ skrifar Sunna. Ingvar þvertekur fyrir að hafa „kóperað“ málverk annarra listamanna eða reynt að herma eftir þeim, hvað þá reynt að villa á sér heimildir. „Og allar mínar myndir og málverk eru unnin út frá ljósmyndum eða málverkum, og vissulega gætir áhrifa frá öðrum listamönnum sem ég lít upp til og fæ innblástur frá,“ segir Ingvar. Hann segist hafa málað um 100 myndir af hröfnum og líkast til séu um fimm til sex þeirra líkar hrafnamyndum bandaríska málarans Lindsey Kustusch. „Ástæðan fyrir því er sú að við erum að nota sömu ljósmyndina af hrafni,“ segir Ingvar sem segist hafa fundið þá mynd á vefnum Pinterest. Hann segist líta mikið upp til listakonunnar Lindsey Kustuch, hún sé einstaklega flott en stíllinn hennar sé þó ekki einstakur.Listast af öðrum Ingvar segir Lindsey hafa gefið út myndbönd þar sem hún kennir fólki að mála myndir og hann hafi horft á þau. Því gæti áhrifa Lindsey, sem er einn af uppáhalds listamönnum hans, og annarra í myndum Ingvars. „Mér finnst þetta ekki rangt. Ég er að mála mynd eftir ljósmynd og litast af því sem ég skoða hjá öðrum og get ekkert stjórnað því. Ég er að mála eftir góðri samvisku,“ segir Ingvar sem tekur því sem hrósi að öðrum finnst myndirnar hans líkjast myndum Lindsay eða að áhrifa hennar gæti í myndum hans. „Ég lít mikið upp til hennar.“Dæmi sem Sunna tekur af mynd Ingvars og Lindsay.FacebookHann segist taka þá gagnrýni til sín sem hann hefur fengið. Hann hefur kynnt sér reglurnar og komist að því að að það má ekki prenta út myndir og selja eða villa á sér heimildir. Innblásturinn sæki hann vissulega að einhverju leyti frá Lindsey og segist hafa til dæmis greint frá því á málaranámskeiði sem hann kenndi.Skýr birtingarmynd neteineltis Ingvar hefur fengið tugi skilaboða sem hafa verið hvetjandi fyrir hann í kjölfarið af þessu máli. Upphaf þess má þó rekja til umræðu sem hófst í Facebook-hópnum Vonda systir. Hann segist upplifað mikla óvild frá nokkrum einstaklingum vegna þessa máls og finnst leiðinlegt að ekki hafi verið rætt við hann áður en þessar ásakanir voru settar fram. Upplifir Ingvar það sem óvild þegar hans hans sjónarmið fá ekki að rúmast með í umræðunni. „Mín upplifun er sú að þetta sé ein skýrasta birtingarmynd af neteinelti þegar ég er bombardaður í grúppu sem ég hef ekki einu sinni aðgang að. Ég er að verða fyrir árás,“ segir Ingvar en bætir við að hann taki því sem hrósi þegar hann er nefndur á sama tíma og Lindsey. „Það á að valda mér skaða og láta það líta út eins og ég hafi aldrei málað mynd sem er frá mér komin. Ég vil taka gagnrýni og ef einhver vill leita réttar síns er það hið besta mál. Ef ég hef brotið á einhverjum óafvitandi vil ég horfast í augu við það og laga það. Ef ég gerði það vil ég að það komi í ljós.“ Hann segir að í færslu Sunnu hafi nokkrir listamenn verið nefndir á nafn sem hann á að hafa stolið fram en tekur fram að hann kannist aðeins við tvo þeirra, það er fyrrnefnd Lindsay og Jimmy Law. Í færslu Sunnu er einnig tekið fram að Ingvar hafi blokkað þá sem hafa reynt að spyrja hann út í málið. Ingvar segir að það hafi verið hans fyrstu viðbrögð, þau hafi ekki verið þaulhugsuð og hann sé núna allur að vilja gerður til að ræða þetta við alla og breyta rétt. „Það skiptir mig máli að fólk sé ánægt með mig og ég legg mig allan í það.“ Hann ætlar að senda frá sér myndband á næstunni þar sem hann fer yfir málið í þaula.Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs.Ragnar Th. SigurðssonÁ gráu svæði En, burtséð frá því hvort Ingvar Þór telur sig í rétti eða ekki þá er víst að hann er á gráu svæði. Vísir reyndi að ná í Önnu Eyjólfsdóttur formanns Samtaka íslenskra myndlistarmanna, en hún var á fríi. Á skrifstofunni fengust þær upplýsingar að til að SÍM, sem eru hagsmunasamtök listamanna, þá þurfi helst að liggja fyrir kæra frá listamanninum sjálfum eða myndréttarhafa. Blaðamanni var tjáð að ef þetta væri rétt, sem sagt að ef rétt væri að um sé að ræða eftirapanir en ekki það að listamaðurinn hafi verið undir áhrifum frá öðrum, þá væru það ekki góðar fréttir. Það sem gerir þetta mál sérlega flókið er að fyrirmyndirnar, þau verk eru eftir erlenda listamenn. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland er framkvæmdastjóri Myndstefs, samtök um höfundarrétt, og hún segir að þetta mál hafi ekki komið á borð til þeirra. Og það sé svo nýtt að hún geti ekki tjáð sig um það beint. „Þetta er grátt svæði og erfitt að segja nákvæmlega hvað er stuldur og hvað ekki,“ segir Aðalheiður í samtali við Vísi.Áhrif eitt eftiröpun annað Aðalheiður segir það svo að vitaskuld megi og verði listamenn fyrir áhrifum frá öðrum listaverkum. „En verkið þarf að vera frábrugðið öðrum listaverkunum til að geta skilgreinst sem sjálfstætt verk.“ Skilin milli eftiröpunar og þess að vera undir áhrifum frá einhverjum eru þannig óljós. Þar eru engar hreinar línur. Anna segir Myndstef hvorki hafa vald né bolmagn til að úrskurða í svona málum. „Við erum ekki þesskonar vald. En í svona tilvikum, þar sem spurning er uppi um slík atriði þá er sá sem getur tekið afstöðu dómsvaldið eitt. Yfirleitt eru þá fengnir einhverjir óháðir aðilar til að meta atriði sem eru á gráu svæði; þá hvort umrætt tilvik telst stuldur eða ekki,“ segir Aðalheiður. Í framhaldi af því getur svo sprottið dómsmál.Jákvætt að myndréttur sé í deiglunni Þannig hefur Myndstef ekki umboð til að aðhafast neitt í málinu að svo stöddu. Það gerist ekki nema einhver leiti sérstaklega til samtakanna. Víst er að myndlistarmenn líta þetta misalvarlegum augum. Aðalheiður segir það jákvætt í sjálfu sér að fólk hafi skoðanir á þessu, og vísar þá til fjörlegra umræðna sem myndast hafa á Facebook-síðu Sunnu Ruthar Stefánsdóttur sem vakti athygli á þessum líkindum. „Það er af hinu góða, alltaf gott að vekja athygli á höfundarrétti.“ Menning Myndlist Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
„Maður er í smá sjokki,“ segir málarinn Ingvar Þór Gylfason sem er borinn þungum sökum á Facebook. Þar hefur Sunnar Ruth Stefánsdóttir sakað hann um myndstuld í gróðaskyni og ber saman málverk Ingvars við málverk annarra listamanna. „Einnig er hann að taka peninga fyrir námskeið með einu af málverkunum sem hann hefur stolið og líklega kynnir sem sitt eigið, enda hefur hann sjálfur selt málverkið,“ skrifar Sunna. Ingvar þvertekur fyrir að hafa „kóperað“ málverk annarra listamanna eða reynt að herma eftir þeim, hvað þá reynt að villa á sér heimildir. „Og allar mínar myndir og málverk eru unnin út frá ljósmyndum eða málverkum, og vissulega gætir áhrifa frá öðrum listamönnum sem ég lít upp til og fæ innblástur frá,“ segir Ingvar. Hann segist hafa málað um 100 myndir af hröfnum og líkast til séu um fimm til sex þeirra líkar hrafnamyndum bandaríska málarans Lindsey Kustusch. „Ástæðan fyrir því er sú að við erum að nota sömu ljósmyndina af hrafni,“ segir Ingvar sem segist hafa fundið þá mynd á vefnum Pinterest. Hann segist líta mikið upp til listakonunnar Lindsey Kustuch, hún sé einstaklega flott en stíllinn hennar sé þó ekki einstakur.Listast af öðrum Ingvar segir Lindsey hafa gefið út myndbönd þar sem hún kennir fólki að mála myndir og hann hafi horft á þau. Því gæti áhrifa Lindsey, sem er einn af uppáhalds listamönnum hans, og annarra í myndum Ingvars. „Mér finnst þetta ekki rangt. Ég er að mála mynd eftir ljósmynd og litast af því sem ég skoða hjá öðrum og get ekkert stjórnað því. Ég er að mála eftir góðri samvisku,“ segir Ingvar sem tekur því sem hrósi að öðrum finnst myndirnar hans líkjast myndum Lindsay eða að áhrifa hennar gæti í myndum hans. „Ég lít mikið upp til hennar.“Dæmi sem Sunna tekur af mynd Ingvars og Lindsay.FacebookHann segist taka þá gagnrýni til sín sem hann hefur fengið. Hann hefur kynnt sér reglurnar og komist að því að að það má ekki prenta út myndir og selja eða villa á sér heimildir. Innblásturinn sæki hann vissulega að einhverju leyti frá Lindsey og segist hafa til dæmis greint frá því á málaranámskeiði sem hann kenndi.Skýr birtingarmynd neteineltis Ingvar hefur fengið tugi skilaboða sem hafa verið hvetjandi fyrir hann í kjölfarið af þessu máli. Upphaf þess má þó rekja til umræðu sem hófst í Facebook-hópnum Vonda systir. Hann segist upplifað mikla óvild frá nokkrum einstaklingum vegna þessa máls og finnst leiðinlegt að ekki hafi verið rætt við hann áður en þessar ásakanir voru settar fram. Upplifir Ingvar það sem óvild þegar hans hans sjónarmið fá ekki að rúmast með í umræðunni. „Mín upplifun er sú að þetta sé ein skýrasta birtingarmynd af neteinelti þegar ég er bombardaður í grúppu sem ég hef ekki einu sinni aðgang að. Ég er að verða fyrir árás,“ segir Ingvar en bætir við að hann taki því sem hrósi þegar hann er nefndur á sama tíma og Lindsey. „Það á að valda mér skaða og láta það líta út eins og ég hafi aldrei málað mynd sem er frá mér komin. Ég vil taka gagnrýni og ef einhver vill leita réttar síns er það hið besta mál. Ef ég hef brotið á einhverjum óafvitandi vil ég horfast í augu við það og laga það. Ef ég gerði það vil ég að það komi í ljós.“ Hann segir að í færslu Sunnu hafi nokkrir listamenn verið nefndir á nafn sem hann á að hafa stolið fram en tekur fram að hann kannist aðeins við tvo þeirra, það er fyrrnefnd Lindsay og Jimmy Law. Í færslu Sunnu er einnig tekið fram að Ingvar hafi blokkað þá sem hafa reynt að spyrja hann út í málið. Ingvar segir að það hafi verið hans fyrstu viðbrögð, þau hafi ekki verið þaulhugsuð og hann sé núna allur að vilja gerður til að ræða þetta við alla og breyta rétt. „Það skiptir mig máli að fólk sé ánægt með mig og ég legg mig allan í það.“ Hann ætlar að senda frá sér myndband á næstunni þar sem hann fer yfir málið í þaula.Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland, framkvæmdastjóri Myndstefs.Ragnar Th. SigurðssonÁ gráu svæði En, burtséð frá því hvort Ingvar Þór telur sig í rétti eða ekki þá er víst að hann er á gráu svæði. Vísir reyndi að ná í Önnu Eyjólfsdóttur formanns Samtaka íslenskra myndlistarmanna, en hún var á fríi. Á skrifstofunni fengust þær upplýsingar að til að SÍM, sem eru hagsmunasamtök listamanna, þá þurfi helst að liggja fyrir kæra frá listamanninum sjálfum eða myndréttarhafa. Blaðamanni var tjáð að ef þetta væri rétt, sem sagt að ef rétt væri að um sé að ræða eftirapanir en ekki það að listamaðurinn hafi verið undir áhrifum frá öðrum, þá væru það ekki góðar fréttir. Það sem gerir þetta mál sérlega flókið er að fyrirmyndirnar, þau verk eru eftir erlenda listamenn. Aðalheiður Dögg Finnsdóttir Helland er framkvæmdastjóri Myndstefs, samtök um höfundarrétt, og hún segir að þetta mál hafi ekki komið á borð til þeirra. Og það sé svo nýtt að hún geti ekki tjáð sig um það beint. „Þetta er grátt svæði og erfitt að segja nákvæmlega hvað er stuldur og hvað ekki,“ segir Aðalheiður í samtali við Vísi.Áhrif eitt eftiröpun annað Aðalheiður segir það svo að vitaskuld megi og verði listamenn fyrir áhrifum frá öðrum listaverkum. „En verkið þarf að vera frábrugðið öðrum listaverkunum til að geta skilgreinst sem sjálfstætt verk.“ Skilin milli eftiröpunar og þess að vera undir áhrifum frá einhverjum eru þannig óljós. Þar eru engar hreinar línur. Anna segir Myndstef hvorki hafa vald né bolmagn til að úrskurða í svona málum. „Við erum ekki þesskonar vald. En í svona tilvikum, þar sem spurning er uppi um slík atriði þá er sá sem getur tekið afstöðu dómsvaldið eitt. Yfirleitt eru þá fengnir einhverjir óháðir aðilar til að meta atriði sem eru á gráu svæði; þá hvort umrætt tilvik telst stuldur eða ekki,“ segir Aðalheiður. Í framhaldi af því getur svo sprottið dómsmál.Jákvætt að myndréttur sé í deiglunni Þannig hefur Myndstef ekki umboð til að aðhafast neitt í málinu að svo stöddu. Það gerist ekki nema einhver leiti sérstaklega til samtakanna. Víst er að myndlistarmenn líta þetta misalvarlegum augum. Aðalheiður segir það jákvætt í sjálfu sér að fólk hafi skoðanir á þessu, og vísar þá til fjörlegra umræðna sem myndast hafa á Facebook-síðu Sunnu Ruthar Stefánsdóttur sem vakti athygli á þessum líkindum. „Það er af hinu góða, alltaf gott að vekja athygli á höfundarrétti.“
Menning Myndlist Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira