Vilja að lögmannafélagið skoði Almenna innheimtu Ari Brynjólfsson skrifar 21. maí 2019 06:00 Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. mynd/sigtryggur ari Neytendasamtökin hyggjast senda erindi á Lögmannafélag Íslands þar sem beðið er um að innheimtuaðgerðir Almennrar innheimtu verði skoðaðar. Almenn innheimta er í eigu lögmanns og lýtur því eftirliti lögmannafélagsins en ekki Fjármálaeftirlitsins. Almenn innheimta sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í vor eru fyrirtækin enn með fulla starfsemi í Danmörku þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé bönnuð hér á landi. Hafa Neytendasamtökin hvatt þá sem skulda til að greiða aðeins höfuðstólinn en ekki vexti eða annan lántökukostnað þar sem þau gjöld eru ekki í samræmi við íslensk lög. „Sem dæmi erum við með konu sem tók 180.000 krónur í lán hjá smálánafyrirtæki. Það fór í innheimtu hjá Almennri innheimtu, hún hefur borgað 140 þúsund en skuldar enn tæpar 400 þúsund,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Konan hefur ítrekað beðið um sundurliðun á höfuðstólnum svo við getum séð hver lánsupphæðin var samkvæmt þeirra bókum enda eiga lántakar rétt á þessum upplýsingum.“ Neytendasamtökin, hafa staðið í miklu stappi við Almenna innheimtu. „Fólki virðist ómögulegt að fá yfirlit yfir skuldastöðuna þar sem raunverulegur höfuðstóll kemur fram,“ segir Brynhildur. Vísað sé á smálánafyrirtækin. Þeir sem svari í símann þar vísi á kröfuhafa en viðurkenni á sama tíma að þeir sem skuldi ættu að geta séð sundurliðun kröfunnar. „Þetta er grundvallaratriði því við höfum sagt fólki að greiða höfuðstólinn til baka en ekki vexti sem eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þá lítum við það alvarlegum augum að fólki sé hótað með því að það sé sett á vanskilaskrá á sama tíma og innheimtuaðilinn virðist ekki sjálfur vita hver höfuðstóll kröfunnar er og svarar út og suður.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Neytendasamtökin hyggjast senda erindi á Lögmannafélag Íslands þar sem beðið er um að innheimtuaðgerðir Almennrar innheimtu verði skoðaðar. Almenn innheimta er í eigu lögmanns og lýtur því eftirliti lögmannafélagsins en ekki Fjármálaeftirlitsins. Almenn innheimta sér um innheimtu fyrir smálánafyrirtæki. Líkt og fram kom í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í vor eru fyrirtækin enn með fulla starfsemi í Danmörku þrátt fyrir að starfsemi þeirra sé bönnuð hér á landi. Hafa Neytendasamtökin hvatt þá sem skulda til að greiða aðeins höfuðstólinn en ekki vexti eða annan lántökukostnað þar sem þau gjöld eru ekki í samræmi við íslensk lög. „Sem dæmi erum við með konu sem tók 180.000 krónur í lán hjá smálánafyrirtæki. Það fór í innheimtu hjá Almennri innheimtu, hún hefur borgað 140 þúsund en skuldar enn tæpar 400 þúsund,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. „Konan hefur ítrekað beðið um sundurliðun á höfuðstólnum svo við getum séð hver lánsupphæðin var samkvæmt þeirra bókum enda eiga lántakar rétt á þessum upplýsingum.“ Neytendasamtökin, hafa staðið í miklu stappi við Almenna innheimtu. „Fólki virðist ómögulegt að fá yfirlit yfir skuldastöðuna þar sem raunverulegur höfuðstóll kemur fram,“ segir Brynhildur. Vísað sé á smálánafyrirtækin. Þeir sem svari í símann þar vísi á kröfuhafa en viðurkenni á sama tíma að þeir sem skuldi ættu að geta séð sundurliðun kröfunnar. „Þetta er grundvallaratriði því við höfum sagt fólki að greiða höfuðstólinn til baka en ekki vexti sem eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum. Þá lítum við það alvarlegum augum að fólki sé hótað með því að það sé sett á vanskilaskrá á sama tíma og innheimtuaðilinn virðist ekki sjálfur vita hver höfuðstóll kröfunnar er og svarar út og suður.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir „Miðað við að vera handalaus hefur líf mitt gjörsamlega snúist um 180 gráður“ Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00