Körfubolti

Sópaði litla bróður út úr úrslitakeppninni en gaf honum treyjuna sína í leikslok

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry faðmar bróður sinn Seth í leikslok í nótt.
Stephen Curry faðmar bróður sinn Seth í leikslok í nótt. Getty/Jonathan Ferrey
Stephen Curry var magnaður í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta þar sem Golden State Warriors vann 4-0 sigur á Portland Portland Trail Blazers.

Golden State spilaði án Kevin Durant í einvíginu en Stephen Curry setti í túrbó gírinn sinn í þessu einvígi og var frábær í öllum leikjunum fjórum.

Í þessum fjórum leikjum var Stephen Curry með annaðhvort 36 eða 37 stig. Hann endaði meðal meðaltöl upp á 36,5 stig, 8,3 fráköst og 7,3 stoðsendingar og skoraði 6,5 þrista að meðaltali í leik með 42,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 94,5 prósent vítanýtingu.

Það sakna ekki margir Durant þegar þeir eiga svona frammistöðu inni frá leiðtoga sínum. Steph Curry hefur skorað yfir 30 stig í öllum leikjunum síðan að Kevin Durant meiddist.

Stephen Curry var þarna að spila við yngri bróður sinn Seth Curry. Þetta var fyrsta úrslitakeppnin hjá Seth og þeir eru fyrstu bræðurnir sem mætast þegar svona langt er komið í úrslitakeppnina.

Stephen Curry þakkaði litla bróður fyrir einvígið með því að skiptast á treyjum við hann í leikslok eins og sést hér fyrir neðan.





Seth Curry var með 6,3 stig, 2,3 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik í einvíginu og skoraði því Stephen Curry meira en 30 stigum meira en hann að meðaltali í leik.

Seth Curry spilaði mun minna eða aðeins 23,3 mínútur í leik en hitti líka mun verr eða aðeins 25,8 prósent út skotum utan af velli og bara 50 prósent úr skotum af vítalínunni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×