Sjálfsagt að íhuga að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. maí 2019 12:00 Ari Matthíasson segir sjálfsagt að íhuga það að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið. Vísir/Egill Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess. Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri segir sjálfsagt mál að íhuga að fá sérfræðing í mannauðsmálum til starfa í Þjóðleikhúsið. Markmið sitt sé að bæta starfsumhverfið. Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur farið fram á að ráðið sé fagfólk til að fara yfir samskipti hans við listamenn vegna kvartana sem hafa borist til félagsins. Við sögðum frá ólgu í samskiptum formanns Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks í gær þar sem kom fram að margar kvartanir hafi borist vegna samskipta þjóðleikhússtjóra og félagsmanna. Formaðurinn Birna Hafstein sagðist sjálf hafa fengið staðfestingu á skapbrestum þjóðleikhússtjóra við undirskrift kjarasamninga í fyrra þegar hún hugðist faðma hann en hrasað þess í stað þegar hann stakaði við henni. Eftir atvikið sendi félagið bréf til mennta-og menningarmálaráðuneytisins um samskiptin. Ráðuneytið hefur svarað að ekkert bréf hafi borist um einelti eða áreitni af hálfu forstöðumanns leikhússins. Erindi Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks hafi borist ráðuneytinu og FÍL fengið mat ráðuneytisins og leiðbeiningar um áframhaldið. Félag íslenskra leikara sendi ráðuneytinu nýtt bréf í gær þar sem farið var fram á að fagfólk væri fengið til að fara yfir samskipti þjóðleikhússtjóra og starfsmanna. Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri hefur vísað þessu á bug, Birna hafi ekki hrasað og hann hafi beðið hana afsökunar eftir atvikið. Þá hafi engar kvartanir vegna samskiptavanda borist til sín „Það er starfandi hér framkvæmdastjóri, launafulltrúi, öryggisfulltrúi og öryggistrúnaðarmaður starfsmanna, það eru trúnaðarmenn í öllum sýningum. Þannig að ég held að í fljótu bragði að hér sé farvegur til að koma kvörtunum í faveg,“ segir Ari. Aðspurður um hvort hann væri á því að fá fagfólk í mannauðsmálum við Þjóðleikhúsið segir Ari sjálfsagt að íhuga það. Markmið hans sé að bæta Þjóðleikhúsið og starfsumhverfi þess.
Leikhús Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vilja fagfólk í mannauðsmálum vegna samskipta þjóðleikhússtjóra við listamenn Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks fer fram á að Menntamálaráðuneytið fái fagfólk til að ráða fram úr samskiptavanda þjóðleikhússtjóra við listamenn leikhússins. Formaður félagsins segir þjóðleikhússtjóra hafa beitt sig ofbeldi og margir hafi kvartað undan framkomu hans. Þjóðleikhússtjóri vísar þessu á bug og bendir á mikla starfsánægju innan leikhússins. 20. maí 2019 19:00
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00