„Nú er rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hafi dregið sér fé“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2019 16:09 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. Vísir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. Björn sagði að í álitinu hefði komið fram að hann sjálfur hefði ekki talist brotlegur gegn siðareglum þrátt fyrir að hann gengist fúslega við því að hafa látið falla orð sem væru efnislega þau sömu. „Vissulega notaði ég ekki nákvæmlega sömu orðin og það getur vel verið að það skipti máli þegar siðanefnd leggur mat sitt á merkingu orðanna,“ sagði Björn sem vildi taka af allan vafa í málinu. „Herra forseti, mig langar því að vera eins skýrmæltur og ég get vegna álits forsætisnefndar þegar erindi mínu vegna aksturskostnaðar var vísað frá þar sem kom að Ásmundur Friðriksson hafði vissulega fengið endurgreiðslu frá Alþingi vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, að hann hafi fengið endurgreiðslur fyrir notkun á eigin bíl þrátt fyrir að það hafi verið gegn reglur um slíkar endurgreiðslur og vegna þess að Ásmundur játaði að hafa fengið endurgreiðslur vegna prófkjörsbaráttu í eigin flokki sem er klárlega ekki hluti af starfi hans sem þingmanns þá verð ég að tjá skoðun mína aftur og nota nú orð sem allir skilja, þar á meðal siðanefnd: Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn í þeim efnum. Ég segi þessi orð með fullri vitneskju um að þau hafi verið dæmd sem brot gagnvart siðareglum þingmanna.“ Hann sagði að allir í þingsalnum væru meðvitaðir um að orðin væru sönn. Ef þingmenn gætu átt á hættu að gerast brotlegir fyrir að segja satt þá sé voðinn vís. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði þetta væri ekki við hæfi undir liðnum störf þingsins. Skömmu síðar, þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Steingrím hvers vegna þetta hefði ekki verið við hæfi svaraði forseti Alþingis því til að Björn Leví hefði notað dagskrárliðinn störf þingsins til að fara ósæmilegum orðum um annan háttvirtan þingmann. „Þannig er að undir liðnum störf þingsin ser sérstaklega gert ráð fyrir því að þingmenn geti átt orðaskipti við annan þingmann, þeir geti beint spurningu eða snúið máli sínu að öðrum þingmanni, formanni þingnefndar eða þess vegna óbreyttum þingmanni en þá eru það mannasiðir að láta viðkomandi þingmann vita og þá er hann settur á mælendaskrá næstur á eftir þeim sem á orðastað við hann, þetta gerði háttvirtur þingmaður Björn Leví ekki.“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bað Steingrím um að skoða málið nánar og sagði: „Eineltið heldur áfram“. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi máli sínu einnig til forseta Alþingis: „Ég tel nú að ummælin stappaði nærri að vera vítaverð eins og þingsköp kveða á um ekki eingöngu vegna þess að í þeim fólst endurteking á aðdróttunum og ærumeiðingum í garð háttvirts þingmanns Ásmundar Friðrikssonar heldur líka vegna þess að það er auðvitað verið að gera lítið úr þeirri málsmeðferð sem átt hefur sér stað hér á vegum þingsins bæði af hálfu hæstvirtrar forsætisnefndar og siðanefndar og ég verð að segja að mér finnst afar sérkennilegt að háttvirtur þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson gangi fram með þeim hætti í ljósi allrar forsögu málsins, hvað það hefur fengið mikla umfjöllun og hvernig þessum ásökunum hans og fleiri hefur verið svarað.“ Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15 Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. 21. maí 2019 09:08 Ætla að gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa álit siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram greinargerð um málið á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. 20. maí 2019 14:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið undir liðnum störf þingins til þess að endurtaka nákvæmlega sömu setningu og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mælti í stjórnmálaþættinum Silfrinu og siðanefnd Alþingis mat sem svo að bryti í báta við siðareglur þingmanna. Björn sagði að í álitinu hefði komið fram að hann sjálfur hefði ekki talist brotlegur gegn siðareglum þrátt fyrir að hann gengist fúslega við því að hafa látið falla orð sem væru efnislega þau sömu. „Vissulega notaði ég ekki nákvæmlega sömu orðin og það getur vel verið að það skipti máli þegar siðanefnd leggur mat sitt á merkingu orðanna,“ sagði Björn sem vildi taka af allan vafa í málinu. „Herra forseti, mig langar því að vera eins skýrmæltur og ég get vegna álits forsætisnefndar þegar erindi mínu vegna aksturskostnaðar var vísað frá þar sem kom að Ásmundur Friðriksson hafði vissulega fengið endurgreiðslu frá Alþingi vegna þáttagerðar fyrir ÍNN, að hann hafi fengið endurgreiðslur fyrir notkun á eigin bíl þrátt fyrir að það hafi verið gegn reglur um slíkar endurgreiðslur og vegna þess að Ásmundur játaði að hafa fengið endurgreiðslur vegna prófkjörsbaráttu í eigin flokki sem er klárlega ekki hluti af starfi hans sem þingmanns þá verð ég að tjá skoðun mína aftur og nota nú orð sem allir skilja, þar á meðal siðanefnd: Nú er rökstuddur grunur um það að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé, almannafé, og við erum ekki að sjá viðbrögð þess efnis að það sé verið að setja á fót rannsókn í þeim efnum. Ég segi þessi orð með fullri vitneskju um að þau hafi verið dæmd sem brot gagnvart siðareglum þingmanna.“ Hann sagði að allir í þingsalnum væru meðvitaðir um að orðin væru sönn. Ef þingmenn gætu átt á hættu að gerast brotlegir fyrir að segja satt þá sé voðinn vís. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði þetta væri ekki við hæfi undir liðnum störf þingsins. Skömmu síðar, þegar Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Steingrím hvers vegna þetta hefði ekki verið við hæfi svaraði forseti Alþingis því til að Björn Leví hefði notað dagskrárliðinn störf þingsins til að fara ósæmilegum orðum um annan háttvirtan þingmann. „Þannig er að undir liðnum störf þingsin ser sérstaklega gert ráð fyrir því að þingmenn geti átt orðaskipti við annan þingmann, þeir geti beint spurningu eða snúið máli sínu að öðrum þingmanni, formanni þingnefndar eða þess vegna óbreyttum þingmanni en þá eru það mannasiðir að láta viðkomandi þingmann vita og þá er hann settur á mælendaskrá næstur á eftir þeim sem á orðastað við hann, þetta gerði háttvirtur þingmaður Björn Leví ekki.“ Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bað Steingrím um að skoða málið nánar og sagði: „Eineltið heldur áfram“. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, beindi máli sínu einnig til forseta Alþingis: „Ég tel nú að ummælin stappaði nærri að vera vítaverð eins og þingsköp kveða á um ekki eingöngu vegna þess að í þeim fólst endurteking á aðdróttunum og ærumeiðingum í garð háttvirts þingmanns Ásmundar Friðrikssonar heldur líka vegna þess að það er auðvitað verið að gera lítið úr þeirri málsmeðferð sem átt hefur sér stað hér á vegum þingsins bæði af hálfu hæstvirtrar forsætisnefndar og siðanefndar og ég verð að segja að mér finnst afar sérkennilegt að háttvirtur þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson gangi fram með þeim hætti í ljósi allrar forsögu málsins, hvað það hefur fengið mikla umfjöllun og hvernig þessum ásökunum hans og fleiri hefur verið svarað.“
Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00 Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15 Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. 21. maí 2019 09:08 Ætla að gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa álit siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram greinargerð um málið á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. 20. maí 2019 14:54 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Þórhildur skilar greinargerð til forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis fundar kl. 11.45 í dag þar sem gera má ráð fyrir að ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um ummæli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur verði til umræðu. 20. maí 2019 06:00
Telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að bregðast við háttsemi þingmanna en ekki siðanefndum Brynjar Níelsson, 2. varaforseti Alþingis, telur eðlilegra að eftirláta kjósendum að dæma um háttsemi þingmanna en að sérstök siðanefnd Alþingis fjalli um orð þeirra. Þetta kom fram í viðtali við Brynjar í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. 20. maí 2019 14:15
Á Siðanefnd Alþingis að álykta um einstaka mál kjörinna fulltrúa? Siðanefnd sem forsætisnefnd Alþingis skipaði hefur ályktað að þingmaður hafi brotið í bága við ákvæði siðareglna þingsins með ummælum sínum um annan þingmann. 21. maí 2019 09:08
Ætla að gefa sér nægan tíma í að gaumgæfa álit siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir lagði fram greinargerð um málið á fundi forsætisnefndar Alþingis í dag. 20. maí 2019 14:54