Vilja að dómnefndakerfið í Eurovision verði lagt niður Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2019 21:11 Hljómsveitin KEiiNO frá Noregi vann símakosninguna í úrslitum Eurovision í ár en hafnaði að endingu í 5. sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð með. Getty/Guy Prives Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum. Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Hafin hefur verið undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hætt verði að kalla til dómnefndir í Eurovision-söngvakeppninni og aðeins stuðst við stig úr símakosningu þegar sigurvegari keppninnar er valinn. Yfir tvö þúsund manns hafa skrifað undir söfnunina sem stofnað var til í kjölfar úrslita Eurovision á laugardag, þar sem Holland bar sigur úr býtum. Hollenski flytjandinn, Duncan Laurence, hlaut 231 stig frá dómnefndum og 261 úr símakosningu en stig dómnefndar og símakosning gilda til helminga.Sjá einnig: Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Úrslit keppninnar hefðu þó farið á annan veg ef aðeins er horft til símakosningarinnar. Þar varð norska framlagið hlutskarpast með 291 stig en hafnaði í fimmta sæti að viðbættum dómnefndastigum. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar rökstyðja einmitt afstöðu sína með örlögum Noregs. „Atkvæði dómara geta breytt uppröðun landanna algjörlega og það er mjög ósanngjarnt í ljósi þess að dómnefndirnar eru aðeins nokkrar manneskjur frá hverju landi. Atkvæði þjóðanna ættu að vera einu atkvæðin sem skipta máli.“Eurovision-sérfræðingurinn Per Andre Sundnes sagði í samtali við Mbl daginn eftir úrslit Eurovision að Norðmönnum fyndist þeir sviknir vegna dómnefndakerfisins. Þá hefði Ísland hafnað í sjötta sæti í keppninni en ekki því tíunda ef dómnefnda hefði ekki notið við. Framlag Íslands fékk 48 stig frá dómnefndum en 186 úr símakosningu. Þá var Hatari, fulltrúi Íslands í keppninni, efstur í símakosningu á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar en hafnaði að endingu í þriðja sæti þegar stig dómnefndar voru reiknuð saman við. Töluverðar breytingar hafa orðið á kosningakerfi Eurovision í gegnum tíðina en árin 2003-8 var aðeins notast við símakosningu, eftir að dómnefndir höfðu komið að stigagjöfinni frá stofnun keppninnar. Dómnefndakerfið var svo tekið upp að nýju árið 2009 en hefur síðan tekið nokkrum breytingum.
Eurovision Tengdar fréttir Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02 Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36 Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08 Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Fleiri fréttir Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Sjá meira
Hatari þriðji á fyrra undanúrslitakvöldinu Hatari og lag þeirra Hatrið mun sigra hafnaði í þriðja sæti á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision á þriðjudag. 19. maí 2019 00:02
Tugþúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Hátt í þrjátíu þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv á laugardaginn. 20. maí 2019 17:36
Tólf stig frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi Hatrið mun sigra, framlag Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk tólf stig úr símakosningu frá Ungverjalandi, Póllandi og Finnlandi. 19. maí 2019 09:08